26 janúar 2008

Nýjasta Mad&Venner - skyldukaup!

Í febrúarblaði Mad&Venner er hvorki meira né minna en 5 síðna umfjöllun um The Coffee Collective í máli og myndum. Á forsíðunni vísar titillinn
4 Cool Kaffedrenge til þeirra og það er meira að segja fjallað um þá í ritstjóraleiðaranum.



Hér er opnumyndin af þeim í upphafi greinarinnar. Ekkert smá flottir!


Frá vinstri: Linus, Klaus, Peter og Casper.

Það sem mér finnst best við þessa umfjöllun er að blaðamaðurinn hafði samband við þá en ekki öfugt. Ný fyrirtæki eru oft með fagfólk í vinnu við að redda umfjöllun og þess háttar auglýsingum. En blaðamaður Mad&Venner hafði samband við þá og ætlaði fyrst bara að skrifa litla grein um nýja vöru. En svo fannst henni og ljósmyndaranum bara svo frábært hvað þeir eru að gera að greinin endaði í fimm síðum!

Ekki slæmt að fá svona umfjöllun þegar styttist í að þeir opni nýja kaffiverkstæðið sitt (þar á meðal kaffibar) í kringum 15.febrúar á Jægersborggade 10 í Nørrebro. Það er hægt að fylgjast betur með gangi mála á coffeecollective.blogspot.com

Ferlega er ég stolt af mínu mönnum! ;)

11 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Virkilega flott hjá strákunum þínum! :o)

Hafðu það gott í dag gullið mitt.
Þín Vigdís.

Nafnlaus sagði...

vá kúl... knúsaðu Klaus congratz :)

Nafnlaus sagði...

Hvað finnst þér um EM nún?!? Danir geta orðið meistarar á morgun, pældu í því!! :o)
kv. Vigdís.

Nafnlaus sagði...

ha ha.. hef sko ekki horft á einn leik af EM!! Bara pirruð yfir því að útsendingarnar eru á sama tíma og Friends eiga and vera sýndir :(
takk fyrir updeitið samt! ;)

Nafnlaus sagði...

Flott hjá srákunum, til hamingju með góða einkunn, þú klikkar ekki.Skilaðu góðri kveðju til Klaus frá okkur. Við erum ótrúlega stolt af honum. Kv. Elín sys og co.

Nafnlaus sagði...

Þið eruð gott kaffi lítið meira um það að segja. Til lukku með þetta allt saman og ég hlakka til að koma einhvern tíma og horfa á aðra drekka kaffi þarna

knús héðan af Krók

Guðný

Nafnlaus sagði...

Jeijjjj, til hamingju Danir!!! :o)
Kveðja, Vigdís.

Nafnlaus sagði...

Sigga Dóra mín, hvað varð um bleika litinn, ég var orðin svo vön honum?
Já þeir eru afar huggulegir kaffidrengirnir fjórir verst að sjá ekki framan í þann sem lítur ekki upp en það er ekki spurning um að fjárfesta í blaðinu.
Óskaðu Klaus innilega til hamingju með handboltastrákana og þér náttúrlega líka. Mér fannst nú samt ekki viðeigandi að láta stríðsflugvélar eyðandi eldsneyti fyrir milljónir taka á móti þeim.
Hér á Íslandi höfum við nóg að gera við að jafna okkur á hruni íslenska handboltaliðsins en það er huggun harmi gegn að við drógumst á móti lélegu liði í einhverjum mikilvægum leik í sumar.
Ég er nú að verða leið á þessum væntingum til okkar manna og svo er þjálfarinn mikli frá Akureyri hættur og allt í voða.
Í Reykjavík er mikið fjör og læti í borgarpólitíkinni. Ólafur F sem ég var alveg búinn að gleyma seldi sig sjálfstæðisflokknum og er svo steinhissa á því að vera ofsóttur af fréttamönnum og Spaugstofu, enn einn framsóknarprinsinn hætti í pólitík og ég bíð spennt að vita hvaða vinnu hann fær eftir hæfilegan biðtíma.
Af heimavígstöðvum er ekkert að frétta eins og venjulega, ég er komin með nefkvef og kuldatíð í veðurspánni.
Þetta er nú orðið nóg, bestu kveðjur, mamma.

Nafnlaus sagði...

til hamingju með drengina....nú þarf ekki að útbúa kynningarefni, bara að kaupa fullt af þessum blöðum og dreifa á valda aðila.....annars er lítið héðan að frétta, vantar ennþá hype númerið frá þér ef þú vilt að ég garfi í þessu
med hilsen
Krummi

Nafnlaus sagði...

Sigga Dóra Mad og venner fæst ekki í Kaupfélaginu á Sauðárkróki en orginalar hér í bæ, sem mér skylst að ég verði aldrei en bý hér í skjóli þess að vera gift einum slíktum, segja að það sem fáist ekki í Kaupfélaginu þurfi maður ekki. Sé þetta örugglega hjá Sveinu hún kaupir allt og ef það fæst ekki í búðinni pantar hún það á netinu.

knús
Guðný

ps Sigga ég elska að lesa kommentin þín og vildi óska að þú opnaðir bloggsíðu

Nafnlaus sagði...

Sigga Dóra mín,nú er að koma jólasnjórinn sem koma aldrei almennilega um jólin. Það kyngir niður og ég þarf sennilega fyrr út í fyrramálið og moka af bílnum áður en ég skrötli í vinnuna. Sem betur fer er 3ja daga vetrarfrí í næstu viku og eftir það er tíminn fljótur að líða.
Er ekki komið vor í Danaveldi í apríl? Þá er ég farin að hugsa til stuttrar Danmerkurferðar. Kveðjur, mamma.
P.s.
Guðnýmín.
Ef þú átt við kommentin mín þá þakka ég fyrir, bloggsíða er eitthvað sem aldrei hefur hvarflað að mér en þeð gæti verið góð hugmynd að dútli í ellinni.
Hvað ritunarhæfileika mína varðar hef ég vissa þjálfun í að koma skoðunum á framfæri þannig að það henti mörgum gerðum mannfólks frá sex ára og upp úr og að lesa Sjálfstætt fólk einu sinni á ári í tíu tuttugu ár skilar sínu.Kveðja á Krókinn, Sigga.