27 nóvember 2007

Ekkert að frétta

..og mér dettur voða lítið í hug að blaðra. Það er bara same old, same old hérna megin. Er í smá afneitun þessa dagana - vil ekki hugsa um hvað er stutt í næstu próf og jólin. Slysaðist til að hugsa um það síðasta sunnudagskvöld og varð þar með andvaka alla nóttina! Þannig að þá er bara best að sleppa því - er það ekki?
Held að það sé smá skólaleiði í mér. Fólkið sem byrjaði í THÍ á sama tíma og ég í jan'04 er að klára núna um jólin. Og ég rétt hálfnuð!! OG ég veit vel að það er svo margt gott sem ég hef upplifað í staðinn en ég væri samt alveg til í að vera búin að þessu.. pirr pirr!

Er búin að vera að þvælast mikið á atvinnuleitarsíðum undanfarið - þarf að finna mér vinnu með skólanum. Langar svo að finna eitthvað tengt náminu en verð hálf vonlaus eitthvað þegar ég les starfslýsingarnar og kröfurnar - og ég með ekkert nema kaffhúsastörf og ljósmyndun á ferilskránni. Ætli maður endi ekki bara á kassa í Nettó svei mér þá!!

Ég fékk nú samt smá gleðifréttir í gær. Fékk barasta fínustu einkunn úr 48 tíma heimaprófinu sem ég vakti yfir alla síðustu nóttina. Ég hef nú aldrei bullað jafn mikið í í þeirri ritgerð og nú er ég ekki að ýkja - þannig að greinilega er eitthvað vit í bullinu í mér!! he he..

sd

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Skólaleiði skólaleiði piff, Sigga Dóra sem ferðast hefur um heimsins höf og upplifað meira en margir gera alla ævina má ekki leifa sér að falla í sjálfsvorkun út af svona smámunum. Og hana nú og hænuna líka

Hálfnað verk þá hafði er og þegar það er hálfnað tekur varla að klára sagði einhver snillingur

þú klárar þetta léttt og þó þú þurfir að renna vörum í gegnum kassa til þess að borga skólann þá er það bara allt í lagi líka.

Og til að enda þessa predikun þá sendi ég þér risastórt knús yfir hafið

Guðný

ps Vigdís ég get ekki komentað á nýju síðuna þína, set þetta hér því ég veit þú ert daglegur gestur hér inni.

Sigga Dóra sagði...

Elsku Guðný mín, ég verð nú bara ennþá pirraðri þegar ég fæ svona prédikanir!!
Ég vorkenni sjálfri mér sko ekki neitt og er mjög þakklát fyrir öll mín ævintýri. Ég finn nú samt fyrir skólaleiða sem gerist reglulega hjá flestum námsmönnum - og væri til í að vera búin að þessu. Það hefur ekkert með sjálfsvorkunn að gera. Og hananú og hæna hvað??!

Það er sko ekkert svona bögg leyfilegt á minni bloggsíðu!! he he..

Risaknús tilbaka yfir hafið ;)

Veinólína sagði...

Það hafa allir leyfi til að fá skólaleiða og líða ekki alltaf jafn vel! Og hana nú!!!

Knús til ykkar beggja, Vigdís.

p.s. Guðný, ég held ég hafi lagað þetta á síðunni minni í gær... geturðu látið mig vita hérna hvort það sé rétt? :O)

Sigrún sagði...

Æi ég væri nú bara alveg til í að vera í skóla núna... er eitthvað til sem heitir vinnuleiði :)

en mín er svo skipulögð hérna að það er verið að uppfæra jólakortalistann. Hvað er nú heimilisfangið þitt þarna í úglöndunum... og af hverju ertu ekki skráð í símaskrána kelling?
knús Sigrún

Sigga Dóra sagði...

ha símaskrá hvað? ;)

Kornblomstvej 7, 1.th
2300 København S
DK

knús!

Sigga Dóra sagði...

nei, hurð 1.tv!!
Ég man ekki einu sinni mína eigin adressu!! :( eða þá að ég man ekki hvað er vintri og hvað er hægri he he.. sem er nú ennþá verra ehmm ;)

Nafnlaus sagði...

Mússí knús... skil þig svo vel með skólaleiðann. Ég er nú samt bara í barnastússinu núna, enginn skóli og engin ferðalög ;) samt ekki komin með leiða haha ... til hamingju með heimaprófið !!

Nafnlaus sagði...

hey við kommentuðum á sama tíma!!!

Nafnlaus sagði...

Æi þetta átti ekki að vera þannig bögg Sigga Dóra mín, þú lifir bara svo spennandi lífi sem þú hefðir ekki náð að gera ef þú hefðir klárað helv námið. Hvað má ég þá segja sem á eftir að ákveða hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór. Á þetta allt eftir.

Krúttu knús yfir hafið
Guðný