10 nóvember 2007

Kósí laugardagur

Kærar þakkir fyrir öll kommentin, sms-in og símtölin á afmælisdaginn! Það var æðislegt að heyra frá ykkur öllum. Fimmtudagskvöldið var ferlega huggulegt. Fórum út að borða á Restaurant Rasmus Oubæk sem er franskur veitingastaður, lítill og kósí og sjúklega góður matur!! Og á viðráðanlegu verði sem er ekki verra. Ef þið eruð einhvern tíma hér í bænum á köldum degi þá mæli ég sko með að fara þangað inn og panta steikt Foie Gras með eplum og rauðvínsglas með... ummmm.. það hlýjar manni sko niðrí litlu tá!! Og er alveg hrikalega gott. :)

Í morgun komu svo Rasmus (bróðir Klaus),Mie, Luna og Jonas í brunch. Buðum uppá hrærð egg, beikon, steikta tómata, brauð, brie, eðal spægipylsur, amerískar pönnukökur, nýpressaðan djús, frískandi melónu og hágæðakaffi að sjálfsögðu. Eftir það fórum við Klaus svo niðrí bæ að skoða í búðir til að fá smá hugmyndir af jólagjöfum. Var að vonast til að ég kæmist í smá jólaskap en það er bara svo bjart eitthvað ennþá að það gerist ekki neitt! Það er eins og það þurfti að vera endalaust myrkur úti svo ég komist í gírinn!! En það vantar sko ekki kuldann!

Núna er bara rauðvíns og kertaljósa stemmning í holunni okkar - og eldrauðar kinnar eftir allan vindinn ;)

En elsku Hörður afi minn á afmæli í dag og við óskum honum innilega til hamingju með daginn!

knús,
sd

3 ummæli:

Sigrún sagði...

Elsku besta stelpan mín,

Hugsaði þvílíkt til þín á afmælisdaginn en hafði ekki af í stressinu að commenta eða senda sms - :(
Vona að þú hafir fundið straumana frá mér engu að síður. Kiss kiss & knús knús

Nafnlaus sagði...

Hvað segir þú ertu að hugsa um að mála baðherbergið? Smá djók, sé að þú rétt minnist á það hehe! Hlakka til að knúsa þig um jolin, bið að heilsa Klaus,
kv Sveina

Sigga Dóra sagði...

he he.. já ég er sko búin að vera með það á heilanum undanfarið ;) En nú er ég sko eiginlega bara hætt við!!