17 janúar 2006

er byrjuð að pakka aftur.. ;)

loksins loksins!! erum að fara að flytja í íbúðina okkar, get ekki beðið!! Það verður yndislegt að komast uppúr ferðatöskunum og líka bara að komast útúr því að vera að deila eldhúsi og baðherbergi með einhverjum öðrum. Við byrjum aðeins á morgun og reynum svo að klára um helgina.. svona á milli þess sem Klaus er að vinna. Ég fékk leyfi hjá eigandanum til að mála baðherbergið og það var mikill léttir.. verð að reyna að lappa eitthvað upp á þetta ;)

Annars var helgin sérstaklega ljúf... Heimsótti Sigrúnu og Egil uppí Lund og það var voða notalegt. Sigrún eldaði geggjaðan karrý-mangó kjúkling.. svo var kjaftað, horft á video og sjónvarp og innbyrgt óafsakanlega mikið nammi og poppkorn ;)
Svo var skyr og graflax í hádeginu daginn eftir ;) Sigrún er sko almennilegur gestgjafi! og Egill Orri.. það er varla hægt að kalla hann litlu rófuna ennþá, orðinn svo stór.. hann lék sér eins og ljós á meðan við vinkonurnar kjöftuðum ofan í hvor aðra.. ;) Takk fyrir mig Sigrún mín! Það er gott að hafa góða vinkonu svona nálægt sér þegar maður er nýfluttur til útlanda.

jæja.. best að segja þetta gott í bili.. annars er það algjör draumur að vera komin á hjól og gengur bara vel.. á reyndar eftir að kaupa körfu á það. Maður er ótrúlega snöggur á milli staða núna.. en ég mæli með að skoða/kaupa ekki hjól að kvöldlagi eins og ég gerði..það lítur allt svo vel út í rökkrinu þið vitið!! ;) Daginn eftir var það aðeins meira ryðgað!! en það virkar þrusuvel og mér finnst það æði!! ;)

ástar-og saknó!!
-sd

Engin ummæli: