12 janúar 2006

Hjólið mitt.. ;)

já ég keypti loks hjól í gærkvöldi ;) eftir langa umhugsun ákvað ég að kaupa notað til þess að byrja með og sjá hversu vel mér tekst að halda í það.. en mér finnst það samt fallegt ;) Það er svart Raleigh de Luxe, 3ja gíra.. svona ömmustíll á því og ég ætla að fá mér körfu framan á það ;) Þarf aðeins að láta yfirfara það, láta laga handbremsuna og eitthvað meira smotterí..það er gamalt en með sjarma!
en díses.. ég kvíði því alveg pínku að vera á því hérna í umferðinni. Ég meina.. þegar ég fór út að hjóla heima á bleika glimmer hjólinu mínu þá var það bara út á Gróttu og eitthvað svoleiðis.. þar sem enginn þvældist fyrir mér og ég hafði nánast allt svæðið út af fyrir mig... ekki alveg sami díllinn hér! hmmm...

en hafið það gott elskurnar mínar.. er á leiðinni í espressósmökkun með kaffinördanum mínum og Peter vinnufélaga hans, sem er ennþá meira geek! og jú! það ER séns á að sofna yfir öllu þessu kaffi þegar þeir tveir fara að tjá sig um það !! ;)

kiss kiss!

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hmmm drekka og tala um kaffi... love drinkin it but talking about it.... hehehe... PS Sigridur darling sendu nú mynd af danska hönkinu thinu mailid er laufblad@gmail.com

Nafnlaus sagði...

Skynsöm eins og alltaf!;)

Nafnlaus sagði...

...... það er sko sannarlega hægt að tala um og stúdera expressó..það vitum við Sigga Dóra.
kveðja til nördarna miklu í Köben

Ragga

Nafnlaus sagði...

hæ dúllan mín, væri til að vera með þér að drekka góðan kaffi eða bara gott rauðvín. Þín stóra sys.

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ :)
vildi bara kvitta fyrir mig hérna ... og gaman að fylgjast með þér og hjólakaupunum þínum ;) hafðu það sem allra best í DK kveðjur frá fróni Dagga

Nafnlaus sagði...

Mikið sakna ég þín elskan mín. Vona að þú sért glöð, ánægð og ástfangin!

Sé þig alveg í anda á hjólinu... ég passa glimmerhjólið þitt vel, það er að hvíla sig.... :o)

Lovjú!
Vigdís.