05 janúar 2006

Flutt til Köben!

jæja elsku fólkið mitt.. nú er maður bara fluttur til útlanda aftur. Get ekki neitað því að tilfinningarnar voru mjög blendnar í gær á leiðinni út á flugvöll.. ég brosti og grét til skiptis. Ég sem var búin að að vera svo mikill töffari þegar ég kvaddi alla og lét eins og þetta væri ekkert mál. En vá hvað ég á eftir að sakna ykkar allra mikið.. þó svo að spennandi tímar séu framundan og eflaust fullt að ævintýrum þá verður þetta líka erfitt.

En rosalega var ég ánægð þegar við vorum að tékka okkur inn hjá Icelandair.. náfölnaði fyrst þegar ég sá að töskurnar okkar vógu alls 56kg!! en brosti síðan allan hringinn þegar konan rétti okkur brottfaraspjöldin án þess svosem að líta 2svar á vigtina.. Sumir hefðu átt að nöldra meira yfir því hvað ég pakkaði miklu "óþarfa drasli" og hvað við ættum eftir að borga mikið fyrir yfirvigtina.. ;)

Þannig að herbergið hans Klaus er semsagt troðfullt af dóti núna og varla hægt að stinga niður fæti... en íbúðin okkar losnar sennilega strax eftir helgina þannig að við getum flutt í rólegheitunum.. erum með þetta herbergi til mánaðamóta þannig að það er ekkert stress..

Lengra verður þetta ekki í bili.. ég er nú ennþá að læra á þetta blogg, kann t.d. ekki ennþá að setja inn myndir... þetta kemur allt í rólegheitunum..þangað til næst, kiss kiss!

p.s. er að safna msn-addressum... setjið þær endilega inn á commentið eða addið mér inn hjá ykkur.. siggadora@yahoo.com

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég held ég kunni ekki að blogga en kannski kemst þetta í loftið,mamma.

Nafnlaus sagði...

Á meðan þú hefur ekki netfang þarf ég að nota anonymous- hólfið því ég hef ekki heimasíðu eða aðgangsorð sem bloggari.
Hafðu það gott,mamma.

Sigga Dóra sagði...

hæ mamma, ef þú klikkar á "other" þá getur þú bara sett inn nafnið þitt í staðinn fyrir að commenta sem anonymus.... ;) annars sýnist mér þú bara alveg geta þetta!
kiss kiss, sd

Nafnlaus sagði...

Frábært hjá þér Sigga Dóra...
Við erum strax farin að sakna þín. Hafðu það sem allra best, kveðja til Claus
Ragga og Co á Kaffitári

Nafnlaus sagði...

It's Klaus with a "K" ;) And HI to you too Ragga!

Nafnlaus sagði...

Sorry Klaus
Looking better like this!!!!
Racca