20 janúar 2006

Snjóhvít Köben..

Er búin að vera að hamast í allan dag við að mála baðherbergið og það er alveg ótrúlegur munur að sjá það núna.. á reyndar eftir að mála pípurnar.. sem eru utanáliggjandi að sjálfsögðu.. eins og í allri íbúðinni! Ætla að gera það á morgun.. En auðvitað tókst mér næstum því að stúta mér við málningarvinnuna!! Eins og mér einni er lagið tókst mér að hrynja af stólnum og utan í vaskinn þannig að annað lærið á mér er blásvart frá mjöðm og niður að hné!! Mjög lekkert!! ;) En ég þrjóskaðist nú samt við og kláraði báðar umferðir í dag... en líður núna eins og gamalli konu, er stirð og aum í öllum skrokknum.. maður er nú meiri auminginn!!

Annars er búið að moksnjóa hér í Köben síðan í gær.. lestirnar eru stopp, strætóarnir eru yfirfullir og langt frá því að halda áætlun... metróið er líka í einhverju lamasessi sem ég skil nú ekki alveg því ekki snóar þarna niðri.. Svo heppilega vill til að við erum með bíl Rasmusar (bróðir Klaus) í láni í nokkra daga þannig að maður hefur sloppið við að harka í gegnum þetta á hjólinu.. en það er reyndar álíka hark að finna bílastæði hér í Vesterbro án þess að þurfa að hlaupa út á klukkutíma fresti og breyta klukkunni...

Annars er að styttast í að ég fari til USA! Fer 25.jan að heimsækja au-pair fjölskylduna mína... hlakka ótrúlega mikið til enda næstum 3 ár síðan ég sá þau síðast. Á leiðinni til baka ( 6.eða7.feb) stoppa ég í nokkrar klukkustundir á Íslandi og var að pæla í að skella mér í bæinn og hanga á Kaffitári í Bankastræti..ef einhvern langar að kíkja á mig þar þá væri það auðvitað æði!! ;) Læt ykkur vita betur þegar nær dregur. Klaus verður I Brasilíu á nánast sama tíma og ég verð úti. Hann fer ásamt 2 öðrum úr vinnunni að heimsækja kaffibúgarð þar.. nei nei.. ég er EKKERT abbó!!! Ég gerði heiðarlega tilraun til þess að troða mér með í þessa ferð en það gekk víst ekki...

en jæja elskurnar mínar.. ég sakna ykkar hrikalega mikið! takk fyrir að vera svona duglega að kíkja á síðuna mína og það æði að frá komment frá ykkur ;)
kiss kiss..

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Æi, klaufi!!! Getur Klaus ekki kysst á bágtið?;) Ég slasaði mig í mátunarklefa í gær þegar ég var að reyna að klæða mig úr gallabuxunum án þess að fara úr háhæluðu stígvélunum sem ég var í og það varð til þess að ég keypti of stóran bol! Ég gat náttúrulega ekkert mátað með allt í bl*óði!;)
En hryllilega öfunda ég Klaus að vera að fara til Brasilíu ..... oooohhhh Suður-Ameríka ...... þú hefðir þurft að komast með!
Knús og kossar:*

Nafnlaus sagði...

Hæ æ æ æ
Þetta er ekki tekið út með eintómri sældinni!!!
Til lykke med Kristján 11,
kaffikveðja
Ragga

Nafnlaus sagði...

hæhæ gaman að fá link á síðuna þína var einmitt að tala um það við Helgu áðan að ég hefði bara varla neitt séð þig allt síðasta ár :( en við erum líka með síðu blog.central.is/mulaland12

Sigrún sagði...

Já já Sigga Dóra mín, ég vorkenni þér AGALEGA að þurfa að hýrast
í USA elskan mín. Þvílíkt harðræði! En ái ái vont vont að heyra af hrakförum þínum í málningarvinnunni. Ég hélt það væri bara ég sem lenti í svona klúðurskap :)
Góða ferð elskan mín - hafðu það gott í Ammríkunni.