06 janúar 2006

Búðaráp..

Ef ég á að segja alveg eins og er þá er ég ekkert sérstaklega góður shoppari. Mér finnst bara ekkert sérstaklega gaman að strunsa á milli búða, skoða og vil helst kaupa án þess að máta ;) Læt það samt sjaldnast eftir mér!
Ákvað semsagt að kíkja á útsölurnar í dag en gafst upp eftir 2 búðir.. náði nú samt aðeins að kaupa.. en aðallega handklæði og sápuskál fyrir baðherbergið í íbúðinni okkar. Það er ca. 1,5 fermetri og hrikalega sjúskað, veitir ekki af að versla eitthvað lekkert inní það ;)

Skoðaði líka hjól í dag... það má víst ekki vera neitt sérstaklega flott svo því verði ekki stolið.. sá samt eitt í dag, undurfallegt, kremað á litinn með bastkörfu.. eins og sniðið inní eldhús Sveinu frænku.. ;) tékka betur á þessu eftir helgi..samt ólíklegt að ég fari útí svona flottheit.

Svo fengum við að vita í dag að ísskápurinn og gaseldavélin munu fylgja íbúðinni.. það var eitthvað óvíst til að byrja með en sem betur fer þurfum við ekki að versla svoleiðis... það er víst nóg annað sem við þurfum að redda okkur. Búslóðin hans Klaus samanstendur af rúmi, borðstofuborði, 2 bókahillum og 2 stólum... Ætla að bíða með það mission þangað til við erum búin að þrífa íbúðina.. þá verður þrammað á markaðina.. ;)

góðar stundir..

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Veistu ég held að ég myndi skella mér á kremaða hjólið :-)Það var verið að auglýsa beint flug frá Ak til köben í kringum páskahelgina, fékk sting í magann. Kem FYRR en seinna! Meðan ég man, þetta er heimasíðan hjá Evu Stínu og fjölskyldu:, http://www.sjat.com/oskar/ endilega hafðu samband við hana. Reyni að vera dugleg að kíkja ´´a bloggið hjá þér og svo er spurning um að koma sér á þetta blessaða MSN, komin tími til er það ekki? Bið kærlega að heilsa Klaus,
þúsund kossar, kveðja Sveina

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ, gaman að fá fréttir af þér :) ég á pottþétt eftir að kíkja reglulega hingað inn.
Heyrumst og hafðu það gott.
Kv. Gerður

Nafnlaus sagði...

Það er náttúrulega bara frábært að geta fylgst með þér hérna:) Svo er Tommi bara búinn að sjá Klaus en ekki ég;( Þú verður að setja inn myndir!!!
Knús og kossar:* :* :*