09 janúar 2006

Gott að sofa.. ;)

Í morgun var planið að vakna snemma og sinna praktískum atriðum. En það er svo djöfull gott að sofa að það varð ekki jafn mikið úr deginum eins og vonast var til. Fór samt og skráði mig inn í landið og fékk danska kennitölu...kannski fer mér þá bráðum að líða eins og ég sé flutt hingað en er ekki bara í löööngu jólafríi.. ;)

Svo misskildi ég eitthvað hvenær við fáum lyklana af íbúðinni.. það er ekki fyrr en næstu helgi, varð drullusvekkt því ég vildi fara að drífa í því að koma okkur þangað.. erum að drukkna í dóti hérna þar sem við erum núna.
Annars er ég búin að fá eitt lítið djobb. Kem til með að taka myndir fyrir kaffibrennsluna sem fyrirtækið sem Klaus vinnur hjá rekur. Þetta eru myndir fyrir heimasíðuna. Fer og hitti Peter á fimmtudaginn, en hann er yfir brennslunni, og fæ að vita hvað hann vill nákvæmlega. Þetta er náttúrulega mjög ólíkt því sem ég hef verið að gera og auðvitað allt digital.. eitthvað sem ég kann ekki neitt!! ;) þannig að þetta verður mjööög áhugavert ;)

bæ í bili.. og takk fyrir að vera svona dugleg að kíkja á bloggið mitt!
kiss kiss.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vá, frábært að vera strax komin með djobb!:)
Nú er þetta uppáhaldssíðan mín:D
Knús og kossar:*

Nafnlaus sagði...

Va hvað eg sakna þin mikið!!!!
Gott að heyra að það er nog að gera. Heyrumst fljott!
Þin Vigdis. :o)

Nafnlaus sagði...

Nei sael vertu sigrídur dóra mín...bara stungin af til koben ;) frábaert, ánaegd med thig vona ad thu verdir kannski í adeins meira netsambandi en fra fróni
kossar og knus
LaufeyBjork

Nafnlaus sagði...

það er nú ekki leiðinlegt að mynda kaffið...gangi þér vel
Kv. ragga

Nafnlaus sagði...

Sigga Dóra mín , hvernig er hjálmurinn á litinn? Etu svo ekki búin að fá þér nóg af endurskinsmerkjum?, mamma.