07 janúar 2006

Hjólakaup...

Hvort finnst ykkur að ég eigi að kaupa notað og þar með ódýrara en gæti þarfnast viðgerða... eða nýtt sem auðvitað kostar meira en er viðhaldsfrítt til að byrja með. Og hvort á ég að hugsa; "þessu verður stolið á morgun eða í næstu viku og best að kaupa það ódýrasta sem til er" eða "þetta verður minn helsti ferðamáti og getur því ekki verið nein ryðhrúga og ef ég hugsa vel um það hvar og hvernig ég læsi því þá minnka líkurnar á að því verði stolið til muna" ?? svo er líka hægt að kaupa hjólatrygging! ;)
Ég held að ég hafi bara alltof mikinn tíma til að hugsa um þessi hjólakaup og er alveg komin í hringi með þetta.. búin að marglesa smáauglýsingarnar á netinu yfir notuð hjól og þræða allar helsu hjólabúðirnar í nágrenninu.. Hvað finnst ykkur?

Annars líður mér bara eins og ég sé enn í jólafríi.. er ekki alveg að fatta að ég sé flutt hingað. En á mánudaginn fer ég og skrái mig inní landið og fæ danska kennitölu, tryggingaskírteini og svoleiðis.. þá get ég farið að opna bankareikning, skrá mig í dönskukúrs, fá mér danskt símanúmer o.s.frv.. maður þarf þessa blessuðu kennitölu til að gera allt hérna. En þá fer mér eflaust að líða meira eins og ég eigi heima hérna.
Ég er líka búin að vera með allt dótið mitt í ferðatöskum meira og minna síðan 13.desember... er alveg að verða biluð á því. Mér finnst ekki taka því að taka uppúr þeim núna fyrr en við flytjum í hina íbúðina..
æi hvað það verður gott að komast þangað..

kiss kiss

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Nýtt hjól, ekki spurning! Kaupir svo bara góðan lás og hjólatryggingu! Ferð ekki að skrölta um á einhverri ryðhrúgu!;)
Knús og kossar:*

Maja pæja sagði...

Gott að þúrt komin heilu og höldnu til Danmerkur, sakna þín strax og vertu dugleg að blogga
knús
Maj Britt