15 október 2007

Fyrsta hluta lokið..

Við skiluðum inn próf verkefninu okkar áðan - hjúkk it - gott að vera búin að þessu. Búin að vera löng og erfið helgi. Næsta 48 tíma verkefni tekur við kl.12 á miðvikudaginn þannig að ég þarf að nýta tímann vel þangað til. Svo lýkur þessu með munnlegu prófi á mánudaginn eftir viku.

Ég er þreytt - og það er alltaf jafn mikið andlegt sjokk að sá kennitölurnar okkar á forsíðu verkefnanna..ég er yfirleitt 10 árum eldri en restin af hópnum!! Dísess Kræst! Af hverju er ég ekki löngu búin með þetta skóla stúss og farin að lifa 'fullorðins' lífi???

pirr pirr..

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ sæta! Helgin var góð, vorum ekkert smá dugleg að æfa. :o) Erum með tónleika í lok nóvember og allt á fullu í undirbúningi...

Haltu áfram að vera svona dugleg í skólanum elskan mín, þú verður svo glöööööð þegar þetta er búið, þú stendur þig eins og hetja!!! Lovjú, þín Vigdís.

Nafnlaus sagði...

blessuð góða ekki stressa þig á þessu kornung manneskjan. Ég stökk beint í fullorðinslífið og með þessu áframhaldi verð ég orðin amma áður en ég gef mér tíma til þess að fara í háskólanám. Pæld í þeirri kennitölu.

barátturkveðjur til stúdínunnar

Guðný

Nafnlaus sagði...

Piff.. hlusta ekki á þetta sæta... svo er líka svo gaman að vera í skóla ;) gangi þér vel á endasprettinum mín kæra