23 desember 2008

Gledileg jól!

Mér finnst nú samt skrítid ad segja thetta.. er ekki alveg ad medtaka ad thad sé adfangadagur á morgun! Vid tókum semsagt lestina til Jótlands í gærkvøldi og mikid ofbodslega var gott ad losna úr stressinu úr vinnunni! Búid ad vera klikkad ad gera sídustu thrjár vikurnar thar. Einhvern veginn tekst mér alltaf ad finna vinnu thar sem brjálad er ad gera rétt fyrir jólin. Thad var semsagt lítid sem minnti á jólin heima hjá mér thegar vid løgdum af stad.. vid nádum nú samt ad thrífa vel á sunnudaginn thannig ad thad verdur gott ad koma heim aftur í tandurhreina íbúd:)

Ég komst nú í smá jólaskap um daginn thegar vid Thórey skelltum í threfalda søru uppskrift.. og jeminn eini hvad thær tókust vel!! Thetta var sko ekkert mál thrátt fyrir pláss- og græjuleysi. Thad tharf sko ekkert alltaf frystikistu, Kitchen Aid hrærivél og tvíbreidan ofn (eins og virdist vera ordid standard á svo mørgum íslenskum heimilum eftir gódærid sáluga) til ad gera killer sørur! ;) Thrjóska og útjónarsemi er feykinóg og thad vantar sko ekki hjá okkur støllunum! ;) Og haldidi ad Thorey hafi ekki sodid hangikjøt kvøldid ádur!! svo vid jøpludum á thví og hlustudum á íslenska jólatónlist - ekki leidinlegt!

En nú er jólastemmningin smá ad síast inn aftur.. erum búin ad gæda okkur á eplaskífum og jólagløggi í dag - ég fékk einhverja plat útgáfu af gløgginu - og svo er tengdapappi ad fara ad drøsla trén inn og skreyta. Svo á ad gera smá konfekt í kvøld líka. Jólastemmningin verdur svo bara tekin med trompi næsta ár, thá verd ég líklegast ennthá í fædingarorlofi og get gert allt sem ég hef aldrei gefid mér tíma í vegna vinnu eda prófa í desember...thad er nú hálfsorglegt ad hugsa til thess.. ordin rúmlega thrítug og hef aldrei svo mikid sem sett upp jólaseríur eda adventuljós heima hjá mér í adventunni!! dæs.. Ég hlakka semsagt mun meira til næstu jóla en thessara! Og thau verda líka haldin á Íslandi!! :) Tengdamamma gerir nú samt sitt besta til ad ég fái eitthvad 'íslenskt' ad borda og keypti reykt lambakjøt til ad hafa med í julefrokosten á jóladag.. hún keypti reyndar líka reykt hrossakjøt! Hún mundi sko ekki alveg hvort hangikjøt var lamb eda hross.. hún verdur thví ad borda blessada hrossakjøtid sjálf! ;) En ég fæ thó reykt lambakjøt, stúfadar kartøflur og raudrófusalatid hennar mømmu.. og er bara vel sátt!:)

jæja.. thetta átti nú bara ad vera eitthvad stutt og laggott ;)

Vid óskum ykkur øllum gledilegra jóla og hafid thad sem allra best yfir hátídirnar!
knús á línuna..
sd

07 desember 2008

30 vikur


..semsagt bara 10 vikur í settan dag! Undarleg tilfinning verð ég að segja. Annars erum við eldhress en oggulítið orðin leið á að sitja svona yfir skólabókunum..en bara fimm dagar eftir að þeirri niðurtalningu sem betur fer ;)

sd

01 desember 2008

Hitt og þetta í byrjun desember..

jamm.. þar sem ég er gjörsamlega að klepra yfir próflestrinum þá ákvað ég að segja ykkur frá því helsta ;)

Klaus og félagar opnuðu nýtt kaffihús í dag í Roskilde! Á besta stað í göngugötunni þar. Þeim bauðst húsnæði á góðu verði fyrir bara nokkrum vikum síðan og ákvaðu bara að drífa í þessu. Frábært að ná að opna svona rétt fyrir jólatrafíkina. Þetta er nú næststærsta borgin hér á Sjálandi ;) Ég komst því miður ekki á opnunina vegna prófalesturs.. en ég fer beinustu leið í kaffi í Roskilde þegar ég er búin með prófin 12.des ;) Það koma örugglega myndir hérna inn seinna í kvöld.

Við erum svona nokkurn veginn búin að kaupa barnavagn :) Fann einn svaka fínan, lítið notaðan á netinu á góðu verði, Emmaljunga Supreme Big Star eða eitthvað álíka. Maður verður víst að bjarga sér svoleiðis á þessum síðustu og verstu enda ekkert eðlilegt hvað þessir vagnar kosta nýjir. Seljandinn ætlar að skutla honum til okkar annað kvöld.. Við getum auðvitað hætt við kaupin ef við sjáum eitthvað athugavert við hann á morgun en annars voru myndirnar mjög góðar sem hún sendi mér þannig að ég hef engar áhyggjur. Er bara fegin að geta gengið frá þessu núna. Verður mikið að gera í desember og fínt að hafa bara smotterís undirbúning eftir í janúar.

Fórum í mæðraskoðun í síðustu viku. Allt leit vel út. Blóðþrýstingur fer bara lækkandi ef eitthvað er.. sem er auðvitað fínt, en hann má svosem ekkert lækka mikið meira ;) Við byrjum svo á einhverju foreldra/fæðingarnámskeiði um miðjan desember.

Svo eru bara próf framundan í þessari og næstu viku.. og mér hefur aldrei leiðst próflesturinn jafn mikið! Er engan veginn að nenna þessu og er bara með hugann við allt annað þessa dagana. Get ekki beðið eftir að vera búin að þessu! Þó svo að það verði bara meira að gera í vinnunni eftir prófin þá finnst mér tilhugsunin um að þurfa ekki að setjast niður og læra eftir vinnu alveg yndisleg!! Get þá bara dundað mér við að skrifa jólakort - sem verða auðvitað send á síðustu stundu - og maulað sörurnar sem við Þórey ætlum að baka þann 13.des!! Jeiii!

Talandi um jólakort.. hef fengið ábendingar frá ofvirkum frænkum mínum hérna sem skrifa jólakort í lok nóvember!! ;)
Heimilisfangið okkar er:
Kornblomstvej 7, 1.tv
2300 København S

Gleðilegan fullveldisdag..

sd

21 nóvember 2008

Föstudagskvöld..
..og ég er þreytt eftir langan vinnudag. Það snjóar úti og það er skítkalt hérna inni :( Planið var að nota tækifærið fyrst ég er ein heima í kvöld og byrja á verkefni fyrir skólann en ég er búin að liggja eins og skata upp í sófa síðan ég kom heim.. Það styttist skuggalega mikið í próf og verkefnaskil.. og einbeiting er akkúrat engin!!

Við ætlum samt að hafa það pínu huggó áður en ég leggst algjörlega yfir bækurnar. Foreldrar Klaus koma í bæinn á morgun og ætla að fara með okkur aðeins útúr bænum. Kíkjum á sýningu í Frederiksborgs Slot og út að borða á eftir. Það verður gaman að sjá þau og fá gott að borða ;)

Og börnin sem 'áttu' að fæðast á afmælisdaginn minn eru loksins komin í heiminn! :) Þau létu svo sannarlega bíða eftir sér. Þórey og Troels eignuðust lítinn pungsa aðfaranótt miðvikudags, sem hefur fengið nafnið Óskar. Hann er svo yndislegar fallegur það hreinlega ískraði í mér af spenningi þegar ég sá myndirnar af honum :) Hlakka mikið til að æfa mig aðeins á honum!
Helga Ósk og Sigmar fengu litla dömu í fyrrinótt. Hef nú ekki séð myndir ennþá en foreldrarnir eru svo fallegir að það er ekki von á öðru en lítilli bjútípæ :)
Innilegar hamingjuóskir til þeirra allra enn og aftur!!

Góða helgi!

08 nóvember 2008

Takk fyrir allar kveðjurnar..

Við erum búin að hafa það ofsalega huggulegt í dag í góðum félagsskap. Þó að gerbaksturinn hefði mátt lukkast betur þá kláraðist nánast allt og allir fóru saddir og lukkulegir heim :) Ég fékk Cheerios í hádegismatinn í dag (takk mamma og pabbi!!) og er þegar farin að hlakka til að fá mér í morgunmat á morgun! :)

Þessi var tekin í dag, Þórey gengin 40 vikur og ég 26. Ný dönsk/íslensk kaffibarþjónakynslóð í vinnslu!

07 nóvember 2008

Ég er að baka!

já, hvort sem þið trúið því eða ekki þá stend ég sveitt í eldhúsinu og er að baka fyrir morgundaginn! Ekki beint afslöppunin sem maður þarf á að halda eftir langa vinnu/skólaviku en einhverra hluta vegna beit ég þetta í mig. Er að baka valhnetubollur og súkkulaðiköku í kvöld og hendi svo í nokkrar múffur í fyrramálið. En það er nú ekki eins og það verði einhver heljarinar veisla. Þrjár vinkonur mínar, Þórey, Anne og Mayra (+ 2 makar) ætla að kíkja í kaffi til mín. Ég bara fylltist svo miklum valkvíða þegar ég var að plana þetta að ég ákvað að gera þetta allt saman!

Þórey er ólétt.. er sett á sunnudaginn. Semsagt bæði hún og Helga Ósk frænka settar daginn eftir afmælið mitt. Mér finnst það nú alveg lágmark að önnur þeirra eigi á morgun mér til heiðurs!! ;) Ég er sett tveimur dögum fyrir afmælisdag Þóreyjar - ég gæti þá bara haldið í mér í tvo daga henni til heiðurs í staðinn!! ;) Finnst ykkur þetta ekki bara mjög sanngjarn - og RAUNHÆFUR - díll???

en.. ef ég á að segja alveg eins og er þá vil ég helst að Þórey og Troels komist í 'kræsingarnar' (sjáum til hvernig til tekst) á morgun ;)

Helga Ósk þú sérð þá bara um þetta!

Best að kíkja á þetta sull þarna frammi..góða helgi annars.

sd

02 nóvember 2008

25 vikur í dag :)

01 nóvember 2008

Ég er að springa..

..ekki úr óléttu heldur úr stolti!!! :) Haldiði að mín sé ekki búin að kaupa fyrstu jólagjöfina í ár!! :) Og ég er meira að segja búin að ákveða að nokkrar í viðbót sem verða keyptar í næstu viku. Ef þetta er ekki tilefni til monts þá veit ég ekki hvað.. held að ég hafi aldrei keypt eina einustu jólagjöf fyrir 10.desember!! En það veitir víst ekkert af að dreifa útgjöldunum þetta árið..

Annars er lítið nýtt að frétta.. hef verið að vinna mikið í vikunni og kærulaus gagnvart skólanum. Þó að ég sé fegin að vera ekki háð íslensku námslánunum þessa dagana þá finnur maður sko muninnn að vera án þeirra og tek því allar aukavaktir sem bjóðast. Svo verður prófunum bara reddað á síðustu stundu.

Þannig að ég er frekar þreytt núna og helgin fer bara í afslöppun og jú.. einhvern lestur.

Góða helgi elskurnar, hvar sem þið eruð!

sd

19 október 2008

Mig langar svooooo í Cheerios!!!

Skil ekkert í því af hverju fæst ekki venjulegt Cheerios hérna!! Sérstaklega af því það fæst Honey Nut og Frosted Cheerios í nokkrum búðum hérna. Þetta pirrar mig óstjórnlega mikið þessa dagana. Mig dreymdi meira að segja Cheerios í nótt!! Ég hámaði þetta svoleiðis í mig þegar ég var heima á Íslandi í september. Passaði að setja vel af mjólk út á þannig að ég þurfti að bæta alveg tvisvar í skálina til þess að klára mjólkina - það er sko mikilvægt að klára mjólkina!! ;)

Ætli það fáist Cheerios í Svíþjóð?????????

15 október 2008

Haust'frí'

Þar sem ég er í valfögum í skólanum núna þá er ég ekki í þessum fjórðungakerfi núna sem deildin mín notar (ein af mjög fáum í skólanum). Sem þýðir að ég fer barasta í haustfrí í heila viku eins meirihluti skólans - í staðinn fyrir að vera í prófum eins og venjan er í okkar deild á þessum tíma. Ekki slæmt! Reyni samt að nota 'fríið' til að lesa upp það sem ég missti af á meðan ég var á Íslandi og svo auðvitað að vinna eins og ég get. Þetta þýðir líka að ég verð komin í jólafrí frá skólanum 12.des!! í staðinn fyrir að vera í prófum fram til 21. eða eitthvað álíka - heldur ekki slæmt :) En þá verður líka bara jóla'fríið' nýtt til að vinna eins mikið og ég get. Það veitir víst ekkert af að reyna að þéna smá aur... þurfum víst að safna fyrir barnavagni og svoleiðis. Við erum samt ótrúlega heppin með að það er mjög margt sem við getum fengið lánað þannig að ég er ekkert að kvarta.

En ég hef semsagt ákveðið að lofa mér í vinnu milli jóla og nýárs sem þýðir auðvitað að við komum ekki heim um jólin :( Þetta var erfið ákvörðun en svona er þetta bara.. ég fær líka betra orlof því meira sem ég vinna fram orlofinu þannig að nú er það bara skynsemin sem ræður ríkjum hér!! ;) Klaus er mjög svekktur að komast ekki til Íslands um jólin enda alltof langt síðan hann kom síðast. Það var eiginlega bara ég sem ákvað þetta og tilkynnti honum þetta eftir að ég var búin að melta þetta og sætta mig við þetta allt saman.. núna er ég eiginlega í því að hughreysta hann og sannfæra um að þetta sé rétt ákvörðum. Finnst þetta hálf öfugsnúin staða eitthvað.. en ég hlakka þá bara ennþá meira til að eyða jólum heima á Íslandi næst með lítinn gaur með í för ;)

sd

06 október 2008

ÚFF ÚFF ÚFF...

ég er bara hálf orðlaus eitthvað eftir að hafa kíkt á mbl.is núna áðan... DÍSÖSS KRÆST er það eina sem mér dettur í hug - hvað annað er hægt að segja? Nema mikið ofboðslega er ég fegin að hafa ekki fengið íslensk námslán í ár!!!! :)

Best að sýna ykkur sæta mynd til að létta skapið, get nefnilega ímyndað mér að þið þarna heima séuð á ennþá meiri bömmer er ég:


Ég og Elfa Rún systurdóttir mín urðum voða miklar vinkonur á meðan ég var fyrir norðan :) Ég panta eitt svona draumabarn eins og hana þegar ég fer í að skrifa BS ritgerðina mína eftir áramót!! :)


Annars hefur Lúri litli það bara mjög fínt. Hann stækkar hratt þessa dagana og lætur vel vita af sér með alls konar poti og hnoði..enda orðin 21 vikna gamall. Það hverfur öll svartsýni þegar það er bankað svona krúttlega í mann! ;)

knús á línuna,
sd

01 október 2008

Til hamingju með afmælið Höddi!!

jamm, hann Höddi bró á afmæli í dag sem er bara gott mál því það þýðir að það fer að styttast í minn afmælisdag líka!!! ;)

Vonandi hefur þú notið dagsins 'gamli' minn! ehmm.. það eru nú ekki nema 13 mánuðir á milli okkar ;)

knús,
sd

25 september 2008

Það er lítill prins á leiðinni! :)

Og hann var sko ekkert feiminn við að sýna sprellann sinn! ;) Annars virtist hann nývaknaður eftir hjólatúrinn.. teygði úr sér á alla vegu og geispaði mikið. Ekkert smá gaman að fylgjast með þessu :)

En allar mælingar komu vel út. Öll líffæri til staðar og vel starfandi, tíu puttar og tíu tær - fullkominn lítill pjakkur!

Syfjað lítið kríli:

Fer ekkert á milli mála hvort kynið lúrir í mallanum!! ;)



:)

10 september 2008

Að kíkja í 'pakkann' eða ekki??

jamm það er aðal spurningin hjá okkur þessa dagana. Við förum í næsta sónar daginn eftir að ég kem tilbaka frá Íslandi og við eigum erfitt með að ákveða hvort við eigum að reyna að fá að vita kynið. Fyrst vildi ég endilega fá að vita það en Klaus var harður á því að við ættum bara að bíða og sjá. Nú er hann eiginlega búinn að skipta um skoðun og ég er ekki viss lengur. Þegar mamma hringdi í mig til að segja mér að Elín væri búin að eiga þá fékk ég hreinlega gæsahúð af spenningi að fá að heyra fréttirnar!! :) Þá fór ég að pæla í hvort að væri skemmtilegra að vera ekkert að kíkja.

EENNN ég er bara svo sjúklega forvitin að vita hvort það sé stelpa eða strákur að laumupúkast þarna inni!! :) Þar væri líka frekar praktískt. Þá væri auðveldara að fá lánað eitthvað af minnstu fötunum sem þau vaxa svo fljót uppúr.. og það væri náttúrulega fínt fyrir mömmu sem er vön að prjóna heimferðargallann á barnabörnin..þá þarf hún ekki að bíða fram á síðustu stundu með að festa réttu tölurnar í! ;) Hér er maður í mesta lagi tvo sólahringa á fæðingardeildinni ef allt gengur vel þannig að það yrði nú tæpt fyrir hana að senda gallann til okkar. ;) Þannig að er ekki um að gera á reyna bara tékka á þessu?? ;)

Svo veit ég stundum ekki af hverju ég pæli svona mikið í þessu. Ég held að það séu eiginlega 99% líkur á að þetta sé lítill tippalingur. Það er jú framlag föðursins sem ákvarðar kynið og það virðist sem karlmennirnir í fjölskyldu Klaus skjóti bara strákasæði!! Klaus á bara bræður, pabbi hans líka, reyndar átti afi hans eina systur en hann átti líka níu bræður!! Auðvitað er okkur alveg sama hvort kynið við fáum en mér finnst að fjölskyldan hans hefði svolítið gott af því að fá litla skvísu..og svo er þetta bara forvitnin í mér sem er alveg að fara með mig! ;) Það er auðvitað oft ekkert hægt að sjá neitt..kannski væri það bara best.


Hvað finnst ykkur?

06 september 2008

Íslendingar í Kaupmannahöfn

Við fórum á videoleigu í gærkvöldi og ég heyrði strax að það var íslenskt par þarna inni að velja sér mynd. Það er svosem ekkert nýtt - ég heyri í Íslendingum í kringum mig nánast á hverjum degi, þeir eru gjörsamega útum allt hérna. Nema hvað.. þau eru á undan okkur við afgreiðsluborðið að það er frekar þröngt þarna og þegar þau ganga út þarf ég að færa mig aðeins svo þau komist framhjá. Þau er varla komin framhjá mér þegar strákurinn segir við kærustuna 'þú ættir að fá þér svona jakka!' það var sko ekkert annað fólk þarna inni þannig að hann var greinilega að tala um mig... og hvort þetta var sagt í kaldhæðni af því honum fannst jakkinn minn svo ljótur hef ég ekki hugmynd um og er sko alveg sama um það... en HALLÓ??? Ég var ekki nema 30cm frá honum þegar hann sagði þetta - aldrei myndi mér detta í hug að kommenta eitthvað svona upphátt á íslensku beint fyrir framan viðkomandi enda allt morandi af Íslendingum hérna!! Ég varð náttúrulega kjaftstopp og náði ekki að segja neitt við hann.. en mér fannst þetta bara fyndið - hvað er eiginlega að fólki??

Annars er ég bara í góðu skapi í dag þrátt fyrir að ætla að vera heima að lesa á laugardagskvöldi á meðan Klaus ætlar út að hitta gamla félaga.. það er ekki hægt annað en að vera glaður því það er bara VIKA í að ég komi til Íslands!! :)

Jeeminn hvað ég hlakka til!!! :)

03 september 2008

Kaos

Æi ég verð að viðurkenna að mér finnst lífið eitthvað full flókið þessa dagana :( fékk að vita fyrir nokkru að ég fæ engin námslán þetta skólaárið.. er víst búin með kvótann í bili. Þetta þýðir að ég þarf að vinna töluvert meira með skólanum en ég hef gert hingað til og það vill svo skemmtilega til að það hefur aldrei verið jafn mikið að lesa í skólanum eins og einmitt núna! Þvílíku doðrantarnir sem ég þarf að komast í gegnum á næstu 10 vikum. Svo rekast tveir af kúrsunum mínum á þannig að ég næ aldrei heilum fyrirlestri í þeim fögum. Ég var líka að skrá mig í jóga - maður þarf jú að hugsa vel um sig líka þessa dagana og það var ætlunin að komast í það tvisvar í viku - er ekki alveg að sjá það gerast. Svo á maður víst kærasta sem þarf nú smá athygli... og samkvæmt fræðibókunum á maður víst að reyna að slappa aðeins af svo að baksturinn takist sem best..ehmm..

Grrr.. mér finnst þessi önn bara vera algjört klúður! Pant leggjast undir sæng og sofa fram að jólum!!

pirr pirr..

28 ágúst 2008

Raunveruleikinn tekinn við á ný..

Fríið okkar var sko algjör snilld! Vorum í rúma viku í litlum bær sem heitir Blauzac og það var eins og að vera komin aftur í tímann. Flest öll húsin ca. 200 ára gömul og það sem flestir bæjarbúar voru í sumarfríi þá var þetta eins og hálfgerður draugabær ;) En það var nú alltaf hægt að labba út í búð á morgnanna og kaupa ferskt brauð og croissant með morgunkaffinu. Ferlega huggó. Allt í kringum Blauzac voru svo stærri bæir/borgir með lífegri veitingahúsmenningu og fullt af áhugaverðum stöðum að skoða. Skemmtilegast fannst okkur samt að versla inn á öllum lókal mörkuðunum og elda svo heima. Allt var svo ferskt og gott - og mikið betra á bragðið einhvern veginn. Frakkarnir voru yndislegir! Veit ekki hvaðan sögurnar koma um að þeir seú ruddalegir við túrista. Það voru allir þvílíkt til í að hjálpa okkur og reyna að gera sig skiljanlega þrátt fyrir okkar lélegu frönsku ;)
Síðustu þrjá dagana vorum við í Nice. Það var eiginlega hálfgert menningarsjokk að koma þangað. Allt morandi í túristum og vonlaust að finna almennilega veitingastaði - vorum orðin svo góðu vön úr sveitinni ;) Reyndar fengum við loksins rosalega gott að borða síðasta kvöldið á pínulitlum veitingastað sem reddaði alveg Nice dvölinni ;) Borgin minnti mig reyndar svolítið á Barcelona.
Við skruppum líka til Mónakó síðasta daginn. Bara 20 mín lestarferð þangað og við skoðuðum það helsta; casínóið, furstahöllina og exótíska garðinn. það var eiginlega of heitt þarna þannig að við drifum okkur aftur til Nice til að kæla okkur í sjónum. Sjórinn þarna er sjúklega túrkis blár, hreinn og hlýr :) Yndislegt alveg!

Svo er bara búið að vera fullt að gera síðan við komum heim. Klaus er búin að vera að vinna eins og vitleysingur alla vikuna við að setja upp espressóvélar fyrir nýjan kúnna út um allt land. Sé hann varla fyrr en seint á kvöldin. Og það eru veikindi í vinnunni hjá mér þannig að það er nóg að gera. Svo byrjar skólinn bara í næstu viku. Kræst hvað þetta sumar þaut fram hjá manni!!

Bjórvömbin stækkar hægt en örugglega ;) Hún er reyndar mjög óléttulega á kvöldin en bara frekar skvabbleg yfir daginn. Vonandi hef ég eitthvað til að sýna ykkur þegar ég kem til landins eftir ca. hálfan mánuð svo þið trúið mér!! ;) Hrikalega hlakka ég til að sjá ykkur öll!!

ta ta..
sd

p.s. Við eigum eftir að setja myndirnar úr fríinu inn á flickr..læt ykkur vita þegar þær eru komnar inn þá getið þið kíkt á þær

08 ágúst 2008

Nýjasti fjölskyldumeðlimurinn.. og annar á leiðinni! ;)

Elín systir fæddi þessa yndislegu litlu prinsessu í morgun!


Hún fæddist 13 merkur og 50cm. Mikið ofboðslega finnst mér hún falleg! Elsku Elín, Kalli, Guðný Ósk og Halldór Smári, innilegar hamingjuóskir með litlu músluna! Get ekki beðið eftir að fá að knúsa ykkur og kássast aðeins í litlu dömunni þegar ég kem heim um miðjan september!

Og nú er ég tekin við af Elínu!


Við eigum von á litlu kríli 15.febrúar :) Ég veit að þetta líkist nú bara bjórvömb ennþá en það er í alvöru lítill laumufarþegi þarna inni, tæplega 13 vikna gamall ;)

Og nú erum við komin í langþráð frí og fljúgum til Nice á sunnudaginn.. hafið það gott þangað til næst.

knús á línuna,
sd

23 júlí 2008

Afmælisbörn dagsins..og gærdagsins

Elsku hjartans Klaus minn á afmæli í dag!! Hann er ordinn 28 ára - semsagt alveg ad ná mér!! Vid erum búin ad borda dyrindis morgunmat útí gardi og svo fáum vid köku seinna í dag. Vid erum semsagt heima hjá foreldrum hans á V-Jótlandi thannig ad nú er loksins haldid uppá afmælid hans á alvöru danska vísu.. med furdulegum afmælissöngvum, (ekkert grín!) fánum og det hele!!

Unnur amma mín á líka afmæli í dag :) Innilegar hamingjuóskir med daginn elsku amma mín. Hún og afi eru nú á leidinni í heimsókn til systur hennar. Góda ferd til Svíthjódar og bestu kvedjur til Ásu frænku.

Lise mamma hans Klaus vard sextug í gær. Thad var settur upp kaffibar hér útí hlödu, dekkud bord og skreytt med blómum úr gardinum. Svo sat fólk líka út um allan gard og hafdi thad huggulegt. Um thad bil 80 nágrannar og vinir mættu og gæddu sér á edal kaffi, afmæliskringlu, súpu, samlokum og smákökum.. svo var ad sjálfsögdu öl í bodi med thessu öllu! Semsagt bara mjög thægilegt og afslappad. Hér tala allir mjög undarlega Jótlensku thannig ad ég skil varla ord havad fólk segir en mér syndist á öllu ad fólk skemmti sér vel! Foreldrar Klaus er bædi frá Sjálandi thannig ad thad verdur haldin önnur fjölskyldu veisla á laugardaginn og their sem vilja tjalda úti á túni eda gista í húsvögnum eda nærliggjandi sumarbústödum. Semsagt mikid líf og fjör hér thessa dagana ;)

Hvad med ykkur?? Ég fer nú ad hætta thessu bloggeríi ef ég fæ bara eitt komment (takk Maj Britt!!) ad medaltali á færslurnar!

Sjáum til..

túllílú,
sd

01 júlí 2008

okei okei.. þið máttuð alveg reka á eftir mér í þetta skiptið.. ;)

Nett bloggleti í gangi undanfarið.. EN - vitiði hvað! Við erum búin að bóka fríið okkar!! :) Jibbíí! Suður Frakkland í 10 daga um miðjan ágúst - vá hvað ég hlakka til! Við fljúgum til Nice, leigjum bíl og keyrum til Nimes (ca. 3 klst), þar fáum við lánað sumarhús í eigu fjölskyldu Linusar (meðeigandi í TCC). Gamalt hús frá 1800 og eitthvað.. Þar verðum við í ca. viku og ætlum að þvælast um héraðið. Fullt af stöðum til að kíkja á: Mont Pellier, Marseille, Avignion (kann ekkert að stafa þessi nöfn). Svo förum við aftur til Nice, skilum bílnum og verðum þar í þrjár nætur. Ætlum bara að finna eitthvað kósí (og ódýrt!) Bed&Breakfast og hanga aðeins í bænum, kíkja á ströndina og borða góðan mat... LJÚFT!! :) Ég hlakka ekkert smá til. Hef ekki farið í svona alvöru afslappelsis og sólarfrí síðan ég og Maj Britt fórum til Portúgal um árið.. man varla hvenær það var.. 2004??

En að öðru - Heimsmeistarmótið gekk vel. Fyrir utan að vera að dæma þrjá af fjórum dögunum þá þurfti maður nú að sýna sig og sjá aðra flest öll kvöldin . Langt síðan ég hef verið jafn tíður gestur á öldurhúsum borgarinnar. Og við erum ekkert smá ánægð með árangur helgarinnar: Danski meistarinn komst í sex manna úrslit af 51 keppendum, góður vinur okkar frá Írlandi Stephen Morrisey er nýkrýndur heimsmeistari kaffibarþjóna, TCC voru veitt verðlaun fyrir frumkvöðlastarfsemi og Casper (meðeigandi í TCC) varð heimsmeistari í kaffismökkun!!! :) Þannig að það var mikið til að halda uppá alla helgina.. og erfitt að mæta í vinnu eldsnemma á mánudagsmorguninn.. ;)

Svo kom Sveina frænka í heimsókn strax eftir keppnina. Henni var alveg sama þót við værum þreytt, raddlaus og utan við okkur eftir erfiða helgi og við höfðum það kósí hérna öll þrú saman á sófanum ;)

Svo er skólinn byrjaður aftur - fór í fyrsta tímann í dag og líst bara vel á. Og nú tel ég bara dagana þangað til Vigdís kemur í heimsókn eftir 10 daga! ;) Þetta sumar á eftir að fljúga algjörlega frá mér!!

ta ta..
sd

16 júní 2008

Heimsmeistaramót Kaffibarþjóna framundan..

..og allt liðið byrjað að tínast í bæinn. Oh þetta er alltaf svo skemmtilegur tími. Maður á vini frá öllum heiminum sem maður hittir bara einu sinni á ári í kringum þetta mót. Ég fer á dómaranámskeið á mivikudagginn og svo byrjar keppnin á fimmtudaginn og lýkur á sunnudaginn. Langir en skemmtilegir dagar framundan ;)
Á laugardagskvöldið er árlegt Gala kvöld SCAE (speciality coffee association of Europe) og þar sem gefnar eru viðurkenningar fyrir ýmis konar framlög til iðnaðarins. The Coffee Collective eru tilnefndir sem bestu ungu frumkvöðlarnir - SPENNANDI!! :) Við erum auðvitað bara að springa úr stolti yfir tilnefningunni :)

Annars er bara fínt að frétta af okkur. Guðný vinkona var í nokkra daga hjá okkur í byrjun mánaðarins. Við drukkum bjór frá morgni til kvölds, sóluðum okkur á ströndinni og borðuðum góðan mat - ekki leiðinlegt! Verst að strandarveðrið er búið í bili :(

Ekki meira að frétta í bili - til hamingju með daginn á morgun!!

28 maí 2008

Nú er ég hætt..

..að lesa! Próf kl.9 í fyrramálið í alþjóðlegri viðskiptalögfræði. Get ekki beðið eftir að þetta sé búið :) Samt búið að ganga alveg allt í lagi. Tók þá ákvörðun að reyna ekki einu sinni að læra heima - það hefði bara endað í einhverjum óþarfa hreingerningaræði...reyndar held ég að 'óþarfa' sé kannski ekki rétta orðið eins og staðan er núna.. ehmm ;) Svo skildi ég líka tölvuna eftir heima - það hjálpaði heilmikið. Er held ég bara búin að taka viðskiptalögfræðina í sátt, ýmislegt áhugavert þarna inn á milli. Reyndar skiptir stundum engu máli hvað ég er búin að læra mikið, oft tæmist hausinn hreinlega um leið og prófdómarinn gefur okkur merki um að byrja - og það kviknar ekki á aftur fyrr en stuttu eftir að prófi er lokið..dæs..

En þessa dagana sér maður uppdressaða nemendur út um allt í skólanum, á leiðinni eða nýbúnir að verja útskriftarverkefnin sín.. stundum bíða nokkrir fjölskyldu meðlimir fyrir utan stofuna með kampavín og blóm. Trúi varla að ég verði loksins í þessum sporum eftir ár!! Mikið ofboðslega verð ég ánægð þegar þetta er búið!! Það var nú auðvitað planið að fara beint í master eftir þetta.. svei mér þá ég veit það ekki lengur, er þvílíkt að klepra á þessu núna - ákveð það bara þegar að því kemur, eitt skref í einu.

ta ta,
sd

18 maí 2008

Próflestur framundan..

Fyrir utan einstaka vinnudaga inná milli þá eiga næstu 10 dagar að vera algjörir lestrardagar, með 150% einbeitingu og engri truflun!! ehhh.. ein svolítið bjartsýn!! ;) Það má allavega byrja að rigna núna svo ég geti haldið mig innandyra fram til 29.maí.

Sumarið lítur vel út.. á von á fullt af heimsóknum. Guðný vinkona stoppar í millilendingu frá Balí í byrjun júní. Seinnipartinn í júní verður heimsmeistaramót kaffibarþjóna haldið hér í Kaupmannahöfn sem þýðir að bærinn verður fullur af kaffivinum okkar frá öllum heiminum - þetta verður þvílíkt stuð! Í lok júní stoppar svo Sveina í einhverjar nætur á leiðinni til Finnlands :)

Ég verð reyndar ekki alveg laus við skólann í sumar. Ákvað að taka eitt fag í sumarskóla í júlí. Ég vissi að ég fengi aldrei 100% vinnu í sumar þar sem við erum svo margar skólastelpur í vinnunni sem vilja fleiri vagtir í sumar að ég ákvað bara að taka einn kúrs og hafa þá bara aðeins minna að lesa næsta haust og geta þá unnið aðeins meira með... jafnar tekjur eru lykilatriði þessa dagana ;)

En það verður nú samt gaman í júlí líka! Vigdís heimsækir mig um miðjan mánuðinn og í lok máðarins förum við til Jótlands í stórafmæli. Mamma Klaus verður sextug og það er búið að bjóða allri ættinni að koma og tjalda úti á túni í tilefni dagsins! Eða svona næstum því ;) þetta verður mjög huggó á danska vísu!

Við tökum svo tveggja vikna frí um miðjan ágúst.. við erum ekki alveg búin að plana það. Okkur langar svakalega mikið að nota hluta þess til að gera eitthvað sem er ekki tengt kaffi og án allra fjölskyldu heimsókna!! he he.. ekki illa meint. Okkur langar helst að fljúga til Parísar, kíkja aðeins á borgina og keyra svo eitthvað út í franska sveit og gista nokkrar nætur á litlu gistiheimili eða bændagistingu. Reynum að plana þetta almennilega þegar ég er búin í prófinu.
Svo er allavega stefnan hjá mér að koma til Íslands í lok sumars.. vonandi kemst Klaus með þetta skiptið.

Þannig að það er sko nóg að gera næstu mánuði. Verst hvað sumarið líður alltaf hratt - væri til í að hafa þetta alltaf svona!

knús,
sd

11 maí 2008

Stór dagur í dag :)
Kristrún Hrafnsdóttir og Guðný Ósk Karlsdóttir systkinadætur mínar munu báðar fermast í dag í Munkaþverákirju í Eyjafjarðarsveit. Innilegar hamingjuóskir til þeirra í tilefni dagsins! Við vonum að dagurinn verði nákvæmlega eins og þið óskið ykkur og gott betur það.

Ef bara Iceland Express væri byrjað með beina flugið til Akureyrar þá hefði ég sko splæst á mig helgarferð.. en nei nei.. það byrjar 15.maí :( ekkert smá svekkt yfir þessu. En maður fær víst ekki allt sem maður vill.

Annars er frekar lítið að frétta eins og bloggletin gefur að kynna. Ég hefði nú getað bloggað veðurfréttir alla vikuna en ákvað að kvelja ykkur ekki með því! Það eina sem ég segi ykkur er að lestrarplan helgarinnas er algjörlega farið til fjandans sökum blíðunnar og sólarvörnin er borin á í þykkum lögum annars væri ég löngu brunnin til ösku...

;)

29 apríl 2008

Það eru tvær yndislegar dömur búnar að eiga afmæli núna í apríl og ég svoddan lúði og hef ekkert bloggað um það.

Vigdís yfir-tónlistarstrumpur (veit ekki af hverju mér datt strumparnir í hug!!?) á Sólheimum átti afmæli 14.apríl. Þessa dagana er hún ásamt fríðum flokki listamanna að sýna Dýrin í Hálsaskógi. Það eru ennþá þrjár sýningar eftir ef þið hafið áhuga. Ég hef því miður aldrei komið til Sólheima en mér heyrist á Vigdísi að þetta sé algjör paradís og því ekki vitlaust að skreppa í bíltúr - Dýrin í Hálsaskógi er náttúrulega bara klassík!!

Svo átti hún Elín systir mín afmæli 23.apríl. Mér skilst að hún stækki ört þessa dagana enda á hún von á sínu þriðja barni í byrjun ágúst :) Ég hlakka því sérstaklega mikið til að koma heim í lok sumar og knúsast aðeins í krílinu...

---

Það var voða gott að fá pabba og mömmu í heimsókn.. þá gerir maður ýmislegt sem gleymist oft þegar maður býr hérna. Eins og að fá sér bjór með hádegismatnum í Nýhöfn og sitja þar í sólinni og hlusta á götutónlist.. skreppa til Malmö - ódýrara að versla he he.. og fá almennilegt að éta sjö kvöld í röð - og gott að drekka með'ðí!! ;) Annars voru þau gömlu frekar sjálfráða á meðan þau voru hérna enda þurftum við Klaus svolítið að sinna vinnu og skóla. Þau voru mjög heppinn með veður og pabbi var orðinn vel (rauð)brúnn í framan enda duglegur í göngutúrunum á morgnannna - ég held að hann þekki Amager betur en ég eftir þessa ferð!

Þau komu færandi hendi eins og vanalega. Frystirinn er fullur af dýrindis lambakjöti og nóg af osti, reyktum laxi og harðfiski í ískápnum. Ég varð feginn að fá ekkert kúlúsúkk enda nýbúin að klára birgðirnar frá Krumma. Svo beið mín pakki þegar ég kom heim sama dag og þau fóru: kíló af kúlusúkki takk fyrir!!! það kláraðist í gærkvöldi - ehmm..


Það er búin að vera þvílík sumarblíða síðustu daga. Lofthitinn orðinn miklu meiri og fór alveg uppí 18 stig í dag. Flestöll tré byrjuð að laufgast og alls konar yndislegheit. Á leiðinni heim í dag hugsaði ég með mér að berar táslur og opnir skór væri sko bara málið á morgun! En nei nei.. það er spáð rigningu á morgun!

Eru ekki annars alltaf veðurfréttir í lok fréttatíma? ;)

Jæja.. nú ætla ég að poppa í kvöldmatinn! Klaus er nefnilega ekki heima og Private Practise byrjar eftir 10 mín.. ;)

knús,
sd

13 apríl 2008

Best að láta í mér heyra.

Einhver snertur af bloggleti í gangi. Eða almenn netleti.. þ.e.a.s. ég rétt drattast til að lesa tölvupóstana mína án þess að svara þeim, les blogg annarra án þess að kommenta, skima yfir einstaka fréttasíður án þess í raun að lesa nokkuð nánar..

Annars er mest lítið að frétta.. skóli, vinna, borða og sofa er aðal rútínan hér þessa dagana. Pabbi og mamma koma nú í vikuheimsókn á miðvikudaginn og þá hrekkur maður vonandi aðeins uppúr þessari leiðindarútínu.

Og ég hefði nú ekki átt að fagna vorinu svona snemma í síðasta bloggi. Það er allt búið að vera í gangi þessa vikuna: rok, rigning, hagl, sól, blíða og skítakuldi. Lenti í þessu öllu einn daginn á leiðinni heim úr skólanum.. óhætt að segja að segja að ég var eins og undinn hundur þegar ég drösslaðist inn og ekkert annað en heit sturta kom hitanum í kroppinn aftur. Þar með hvarf allur vorfílingur hjá mér og hefur ekki bólað á honum síðan!

og nú er ég aðallega búin að tala um veðrið þannig að best ég hætti í bili.. ;)

sd

p.s. Klaus er búinn að skrifa heljarinnar ferðasögu frá Guatemala og Panama á www.coffeecollective.blogspot.com ef einhver hefur áhuga. Fullt af flottum myndum! :)

04 apríl 2008

úff..léttir og vonbrigði.

Prófin búin enn eina ferðina.. mikill léttir í gangi en þvílík vonbrigði með hvernig gekk. Seinna prófið var ömurlega erfitt - náði ekki einu sinni að klára það :( Ég var svo að vona að ég gæti bara gengið þarna út og verið þokkalega örugg með mig, sérstaklega því hitt prófið gekk ekki svo vel heldur, en nei nei.. svo lá ég andvaka hálfa næstu nótt þegar rifjaðist allt í einu upp fyrir mér öll steypan sem ég skrifaði á þessar vesælu prófarkir - í fjórriti! Gæti nú notað heila bloggfærslu í að pirra mig yfir því! ;) En allavega.. ekkert við þessu að gera svosem..gott að pústa út aðeins yfir ykkur - ekki nennir Klaus að hlusta á þetta röfl í mér.

Klaus er búinn að vera á kafi í vinnu síðan hann kom heim en ótrúlegt en satt þá er fríhelgi framundan hjá honum og enginn próflestur hjá mér ;) Við vitum varla hvað við eigum af okkur að gera. Það er búinn að vera yndislegur vorfílingur hér undanfarna viku. Frá því að klukkunni var breytt á sunnudaginn þá hreinlega breyttist lyktin úti og allt varð hlýrra og grænna - eða kannski aðallega í hausnum á mér - og nú er bjart til kl átta á kvöldin. oh, ég held hreinlega að vorið sé komið :) Vona allavega að það verði svona gott um helgina.

En jæja.. skólabækurnar bíða samt núna. Nýr kúrs þegar hafinn - viðskiptalögfræði. Ég svitna bara við að sjá þykktina á bókinni og hvað letrið er smátt. Maj-Britt viðskiptalögfræðingur hlær eflaust af mér núna! ;)

Góða helgi.
sd

30 mars 2008

Lotan hálfnuð..

..og ég hefði átt að lesa meira og þrífa minna þarna um daginn. Prófið á föstudaginn gekk ekki alveg jafn vel og ég hefði viljað.. samt ekkert hræðilega. Þannig að nú er ég bara á bókasafninu frá morgni til kvölds - þýðir ekkert að læra heima hjá sér. Seinna prófið er á miðvikudaginn.

Krummi bróðir kom við hjá okkur í vikunni. Færði mér ársbirgðir af íslensku nammi eins og vanalega þegar hann kemur við :) Klaus benti mér pent á að nú ætti ég að reyna að leyfa þessu að endast eitthvað lengur en síðast, kannski tvær vikur eða svo!! Piff.. veit ekki hvað maðurinn er að rugla..og hann veit sko ekkert hvað hann er að tala um! Hann fær að kynnast þessu þegar ég neyði hann einhvern tímann til þess að flytja til Íslands með mér.... ef það veður ekki allt farið á hausinn þarna upp frá það er að segja.. ;)

sd

24 mars 2008

Prófþrif

Það kannast nú flestir við það þegar prófalestur er í gangi þá hellist yfir mann óstjórnleg þörf til þess að gera allt aðra hluti - meira að segja að þrífa!! Ég hef sjaldan verið jafn öflug eins og núna.. í þrifunum þ.e.a.s. ekki próflestrinum! Ég er t.d. búin að:
- Þurrka ryk úr gluggum og af gólflistum
- Þrífa ísskápinn
- Skipta um á rúminu
- Þvo tvær þvottavélar
- Handþvo tvær peysur
- Þrífa baðherbergið
- Mála aukaumferð á hurðarkarminn inná baði
- Ryksuga
- Hlaupa þrjár ferðir uppá loft með verkfæra og málningardót
- þurrka af öllum hurðum og eldúsinnréttingu
- Þrífa vaskaskápinn

Svei mér þá ég held ég þurfi ekkert að þrífa aftur fyrr en einhvern tímann í sumar!! ;)

En nú er Klaus minn á leiðinni heim - eða það vona ég. Það er búið að ganga á ýmsu hjá honum síðasta sólarhringinn. Í gær átti að keyra hann á flugvöllinn í Panama sem er 5-6 tíma keyrsla frá búgarðinum sem hann var á. Þaðan átti hann að fljúga til Guatemala, hitta félaga sinn sem var samferða honum út, gista eina nótt og þaðan heim í dag í gegnum Atlanta og París. Nema hvað.. bíllinn bilar á leiðinni á flugvöllinn og hann þarf að húkka sér far á flugvöllinn!! Í Panama sjáiði til!! Hann missti samt af fluginum sínu og ekkert annað flug í boði þann daginn. Eina flugið sem hann fékk var í morgun með millilendingu í Costa Rica. Pælið í rugli!!
Gemsinn hans var hálf batteríslaus þannig að upplýsingarnar hafa verið af skornum skammti. Þeir eru náttúrulega sjö tímum á eftir þarna þannig að hann ætti að vera að lenda fljótlega í Guatemala.. Ég hef ekkert heyrt síðan í morgun enda síminn hans líkalega dauður núna. Hann náði að taka töskuna með sem handfarangur þannig að það hjálpar heilmikið á leiðinni Panama-Costa Rica-Guatemala...
En mikið er ég fegin að hann hafði vit á því að vera ekkert að láta mig vita af þessu fyrr en eftir að hann var kominn heill á húfi á flugvöllinn.. ég hefði gjörsamlega tapað mér úr stressi hefði ég vitað af honum á puttanum einhvers staðar í Panama!! :( Ég geri nú ráð fyrir að sá sem var að keyra hann hafi hjálpað houm að redda sér fari en mér er sama.
Það tekur hann semsagt fimm flug að komast heim - úff - hann verður alveg búinn á því.. en mikið það verður gott að fá hann heim!

jæja.. langaði bara að deila með ykkur þrif-æðinu og hrakfallasögunni hans Klaus.
Bækurnar bíða..

sd

20 mars 2008

Gleðilega Páska!

Hér er undarlegt páskaveður.. á kvöldin og yfir nóttina þá er mjög vetrarlegt, snjór og allt! í fyrsta skipti í allan vetur! En svo vakna ég við sólina inn um gluggann uppúr kl sjö á morgnana, snjórinn hverfur um leið og það er yndislegur vorfílingur úti allan daginn..svo snjóar aftur um kvöldið. Búið að vera svona í nokkra daga.. Ef þetta á að vera veturinn í ár þá er ég nokkuð sátt ;)

Annars verð ég ekki alveg jafn einmana um páskana og ég óttaðist. Það er ennþá planið að liggja bara yfir bókunum en ég gerði ráð fyrir að Mie og Rasmus færu til Jótlands yfir helgina. En svo er ekki, þannig að ég fer allavega til þeirra á Páskadag - í smá páskamat og huggulegheit. Mikið er ég fegin.. ;)

Klaus dettur inn í GSM samband hér og þar þarna niðurfrá þannig að ég er farin að heyra aðeins meira frá honum núna. Nú er hann kominn til Panama. Mér skilst að hann hafi hitt forseta landins í gær. Það var nú ekki á planinu áður en hann fór út og ég vona að þetta hafi ekki verið mjög formlegt enda enginn klæðnaður til þess með í töskunni hjá honum ;) Hann er oft mjög þreyttur þegar hann skrifar mér en samt alveg í skýjunum með ferðina.

En jæja.. bækurnar bíða.

Hafið það sem allra best um páskana..
sd

18 mars 2008

Tuð!

Þetta ár hefur ekki farið vel af stað þegar kemur að peningabuddunni. Fjórar ferðir til tannlæknis í janúar, tölvan hrundi í febrúar og nú er íslenska krónan algjörlega farin til fjandans!! :(

Hvað er málið eiginlega??

Námslánin rýrna svo mikið þegar ég millifæri þau hingað yfir að ég get næstum því sleppt því. Mikið er ég þakklát fyrir vinnuna mín þessa dagana!

Svo er líka orðið töluvert dýrara að lifa hérna svona almennt síðan ég flutti fyrir tveimur árum. Sérstaklega þegar kemur að matarinnkaupum. Þar er nú smá verðbólga í gangi hér líka þó svo að danskir bankar séu meira uppteknir við að ræða fjárhagslegan vanda annarra landa en þeirra eigin.

Þannig að ég vara ykkur við sem eru á leiðinni hingað á næstunni; aukin verðbólga hér og íslenska krónan í tómu rugli.. Kaupmannhöfn er alls ekki jafn hagstæð lengur fyrir Íslendinga. Kæmi mér ekki á óvart ef það dregur úr verslunarferðum hingað frá Íslandi. Shitt - hvað gerir H&M þá?? ;)

jæja.. ekki meira tuð í bili.

..og ekki nein "iss piss hættu þessu væli!" komment takk fyrir pent! ;)

knús!

16 mars 2008

jæja þá..

nú er enn einum fjórðungnum lokið í skólanum og ég að byrja að undirbúa prófin. Við skiluðum inn 30 síðna hópverkefni á föstudagsmorgun og vá hvað það var mikill léttir!! Síðustu dagarnir fyrir skil voru ansi langir og við vorum öll hálf sofandi í síðasta fyrirlestrinum á föstudaginn.
Svo fór ég eftir tíma að hitta Sonju Grant. Hún var í stuttri vinnuferð hérna og við náðum að skreppa saman á The Coffee Collective. Alltaf svo gaman á hitta Sonju.. verst hvað það er alltaf langt á milli hittinga hjá okkur.
Síðan var planið hjá mér mjög agað. Ætlaði heim að þrífa svo ég gæti samviskusamlega hafið lesturinn á laugardagsmorguninn án nokkurra afsakana um að fyrst yrði nú að þrífa höllina... En Casper og Linus plötuðu mig til að skála í víni eftir lokun á kaffibarnum og koma svo með þeim á smá pöbbarölt niðrí bæ. Marete kærasta Caspers bættist í hópinn ásamt fleirum og á endanum var ég ekki komin heim til mín fyrr en hálf þrjú um nóttina. Þannig að það var nú lítið um lestur í gær, þurfti vinna upp svefnleysi vikunnar... og það er svo sem bara allt í lagi. Við skemmtum okkur mjög vel á föstudagskvöldið og það hefði nú verið hálf sorglegt hefði ég bara farið heim að þrífa eftir verkefnaskil og fjórðungslok!! ;)

Það heyrist voða lítið frá Klaus enda lélegt gsm samband þar sem hann er en hann reynir að senda e-mail ef hann kemst í tölvu. Það er vel hugsað um þá þarna þannig að ég hef litlar áhyggjur. Hann fékk skýr skilaboð um að kaupa eitthvað fallegt handa mér fyrst að ég þarf að hanga hérna ein heima og það verður spennandi að sjá hvað kemur út úr því... svona miðað við afríska búninginn sem hann keypti handa mér í Kenýa!! Ó mæ god! Og hálmenið sem hann keypti í Nicaragua.. ;)

En allavega.. læt þetta duga í bili. Hafið það gott elskurnar.

sd

07 mars 2008

Komin í samband við heiminn aftur!!

Ó en yndislegt! Er ekkert smá ánægð með nýju tölvuna mína. Keypti hvíta MacBook sem er minni og léttari en mun stærri og hraðari he he.. Hún er algjört æði og Klaus er að drepast úr afbrýðisemi ;)

En það er nú samt ekkert brjálæðislega mikið að frétta síðan síðast. Síðasta mánudag og þriðjudag vorum við í Herning á Jótlandi þar sem fram fór Danska Kaffibarþjónamótið. Ég var að dæma og Klaus var kynnir. Keppnin var vel skipulögð og allt gekk eins og í sögu. Søren Stiller vann loksins. Hann var orðinn frægur fyrir að lenda alltaf í öðru sæti ár eftir ár en loksins tókst þetta hjá honum. Hann stóð sig líka mjög vel. Það keppti enginn frá The Coffee Collective en það voru tveir sem notuðu espressoblönduna þeirra og þeir urðu í öðru og þriðja sæti - og annar þeirra Mikkel Otto varð Sjálandsmeistarinn. Þannig að Klaus og co. voru mjög sáttir með niðurstöðurnar.

Það er nóg að gera í skólanum. Styttist í skilafrest á hópverkefni sem við erum að vinna í núna þannig að helgin verðr löng og ströng.
Klaus stingur af til Guatemala og Panama um miðja næstu viku þannig að þá hefst maraþon próflestur hjá mér - um að gera að nota tímann vel þegar maður er laus við alla "truflun".. ;)

En að lokum.. Elsku besta mamma mín á afmæli í dag!! Til hamingju með daginn elsku mamma! Ég heyri betur í þér á Skypinu seinna í dag.

nóg í bili - læt heyra í mér aftur fljótlega. Ég er allavega límd við tölvuna þessa dagana! ;)

ta ta..
sd


P.s. Sveina, sófinn er all yours 22.júní!

26 febrúar 2008

Ekkert blogg án tølvu!

Mér leidist ad blogga ef ég hef ekki réttu stafina.. thad er kannski léleg afsøkun. En ég er loksins búin ad sætta mig vid ad eg verd ad splæsa í nýja tølvu. Sem betur tók ég samt tíma í ad hugsa málid thví thad komu út nýjir Makkar í dag og ég hafdi ekki hugmynd ad thad væri á dagskrá - nýjar og betri útgáfur á nánast óbreyttu verdi. Madur er bara alltaf ad græda.. ehhmm. Ætla ad panta mér eitt stykki í vikunni.

Svo er líka bara lítid ad frétta. Skólinn á fullu, nóg ad gera í vinnunni, gengur vel á kaffibarnum hjá strákunum (fyrir utan ad Casper handarbraut sig) og lífid gengur bara sinn vanagang.

Stutt núna - vonandi verdur næsta blogg skrifad í nýrri tølvu ;)

ta ta,
sd

16 febrúar 2008

Helst í fréttum..

The Coffee Collective hefur opnad nýja stadinn sinn á Jægersborggade 10 í Nørrebro...og thad er bara búin ad vera fínasta traffík hjá theim fyrstu tvo dagana. Reyndar er thetta lítill stadur og tharf ekki mikid til ad fyllast en vid erum ánægd med ad kúnnarnir eru ekki bara vinir og ættingjar okkar heldur bara alls konar fólk sem vill kaupa gott kaffi af fagfólki. Thad er ferlega fín stemmning tharna hjá theim og verdur ennthá betri med tímanum thegar øll bord og stólar eru komnir í hús og svoleidis. Thad var smá partí í gærkvøldi hjá theim eftir lokun thar sem áfanganum var fagnad í gódra vina hópi - allir ferlega stoltir af strákunum ;) Thetta thýdir vonandi ad ég fari ad sjá Klaus adeins meira heima á kvøldin en sídustu tvær vikur hafa verid mjøg strangar - thad var threyttur og sæll madur sem var farinn ad hrjóta vid hlidina á mér fyrir midnætti í gærkvøldi! Reyndar er hann á leidinni til Portugal í fyrramálid.. í einhverja vinnuferd segir hann! ;) Ég hugga mig vid ad thad er sjálfsagt litil sumarblída í Portúgal á thessum árstíma. Verra er hins vegar ad hann er ad fara til Guatemala og Panama um páskana!! Ég er nett afbrýdisøm thar sem ég hangi bara ein heima ad læra fyrir próf á medan. Skemmtilegt páskafrí eda hitt thó heldur! :(

---

Og eins og thid hafid sjálfsagt heyrt thá eru óeirdir í gangi hér í Køben enn eina ferdina. Hingad til høfum vid lítid ordid vør vid thetta en í fyrrinótt vøknudum vid vid gargandi bílathjófavørn og vonda lykt (vorum med opinn glugga). Thá stód bíll í bjørtu báli fyrir utan hjá okkur!! Klaus hringdi á sløkkvilidid en their voru sem betur fer komnir af stad til okkar. Eldurinn nádi ad eydileggja tvo bíla. Thad litla sem eftir er af ødrum theirra stendur ennthá fyrir utan hjá okkur - frekar sorgleg sjón :( Thad er náttúrulega eitthvad ad fólki sem telur thetta vera áhrifaika leid til thess ad mótmæla nokkrum skøpudum hlut! Semsagt ekkert snidugt ad eiga bíl í Kaupmannahøfn thessa dagana.

---

Ad lokum vil ég senda afmæliskvedjur til hennar Unnar 'litlu' frænku minnar. Ordin 18ára skvísan. Eitthvad hlýt ég ad vera eldast fyrst ég á 18 ára bródurdóttur - hljómar samt betur ad ég eigi bara svona hundgamlan bródur!! he he..
Unnur mín ég hugsadi mikid til thín í gær en vil kenna stífludum haus um ad kvedjan komst ekki til thín á sjálfan afmælisdaginn. Fullt fullt af kossum og knúsum til thín!!

En best ad gera eitthvad af viti núna. Er á bókasafninu í skólanum ad reyna ad koma einhverju í verk. Búin ad liggja í einhverri kvef pest mestan hluta vikunnar og tharf ad vinna ýmislegt upp.

ta ta..
sd

10 febrúar 2008

afmæli afmæli!!

Best ad fleygja inn einni afmæliskvedju. Krummi bródir á afmæli í dag..39 ára!! Ég heimta risa partý á næsta ári! ;) Til hamingju med daginn gamli minn, thad var gott ad heyra í thér í dag.

fullt af knúsi frá litlu sys..

09 febrúar 2008

Lasarus..

..ekki ég heldur tølvan mín :( Ætla ad láta kíkja á hana á eftir. Vona ad thad sé ekkert alvarlegt.. en hún virkar hálf daud greyid. Týpískt ef ég tharf ad splæsa í nýja tølvu núna.. ég vona ekki.

Annars er lítid ad frétta. Skólinn kominn í fimmta gírinn aftur med hópvinnu og tilheyrandi, gengur vel í vinnunni og badherbergid er hvítt og glansandi!! Thad er samt ennthá thurrktímabil í gangi thar en vid hløkkum til ad prófa eftir helgina.

Hafid thad gott elskurnar,
sd

01 febrúar 2008

Operation Baðherbergi..

Aðgerðin er semsagt hafin. Lokaundirbúningur í gangi og fyrsta umferð verður máluð einhvern tímann á morgun. Kemur til með að taka svolítinn tíma miðað við eina umferð af grunni og tvær af málningu með 24 þurrktíma á milli. Svo má helst ekki nota sturtuna fyrr en 5-7 dögum eftir síðustu umferð!! :( Við verðum því reglulegir gestir hjá Rasmus og Mie næstu dagana - maður verður jú að baða sig.
Mikið ofsalega verð ég glöð þegar þetta er búið!

Það eru líka framkvæmdir í gangi í vinnunni hjá Klaus. Þeir fengu nýja húsnæðið afhent í dag. Reyndar voru iðnaðarmennirnir eitthvað á eftir áætlun - er það ekki alltaf svoleiðis.. En strákarnir eru samt byrjaðir að setja saman kaffibarinn :)

Svo er ég byrjuð í nýrri vinnu með skólanum. Hún er nú ekki mjög krefjandi. Sem er kannski ágætt - ekkert sniðugt að vera alltaf með hausinn í fimmta gír er það nokkuð? ;)
Þetta er semsagt fyrirtæki sem heitir einfaldlega Gavekortet Nafnið segir allt eiginlega, fyrirtækið selur gjafakort. Kúnninn pantar á heimasíðunni þeirra frá alls konar fyrirtækjum og ég sit við tölvu og afgreiði þessar pantanir, prenta og útfylli gjafakort og sendi út. Ferlega þægileg vinna og bara í tveggja mínútna labbi frá skólanum. Lítill og kósí vinnustaður og indælt samstarfsfólk. Kem til með að vinna 10-15 tíma á viku sem er alveg mátulegt með skólanum. Auðvitað hefði ég helst viljað finna eitthvað meira tengt náminu en það kemur bara seinna. Þetta fera náttúrulega allt fram á dönsku þarna sem er ágætt. Ég og Klaus erum líka orðin töluvert duglegri við að nota dönskuna hérna heima. Kokhljóðin að verða nokkuð góða barasta ;)

Annars er nú lítið annað að frétta úr þessu andsk.. rigningar og rok rassgati. Maður hjólar hreinlega þversum þessa dagana!!

Góða helgi,
sd

26 janúar 2008

Nýjasta Mad&Venner - skyldukaup!

Í febrúarblaði Mad&Venner er hvorki meira né minna en 5 síðna umfjöllun um The Coffee Collective í máli og myndum. Á forsíðunni vísar titillinn
4 Cool Kaffedrenge til þeirra og það er meira að segja fjallað um þá í ritstjóraleiðaranum.



Hér er opnumyndin af þeim í upphafi greinarinnar. Ekkert smá flottir!


Frá vinstri: Linus, Klaus, Peter og Casper.

Það sem mér finnst best við þessa umfjöllun er að blaðamaðurinn hafði samband við þá en ekki öfugt. Ný fyrirtæki eru oft með fagfólk í vinnu við að redda umfjöllun og þess háttar auglýsingum. En blaðamaður Mad&Venner hafði samband við þá og ætlaði fyrst bara að skrifa litla grein um nýja vöru. En svo fannst henni og ljósmyndaranum bara svo frábært hvað þeir eru að gera að greinin endaði í fimm síðum!

Ekki slæmt að fá svona umfjöllun þegar styttist í að þeir opni nýja kaffiverkstæðið sitt (þar á meðal kaffibar) í kringum 15.febrúar á Jægersborggade 10 í Nørrebro. Það er hægt að fylgjast betur með gangi mála á coffeecollective.blogspot.com

Ferlega er ég stolt af mínu mönnum! ;)

22 janúar 2008

Skin og Skúrir í dag..

- Komst að því að ég fékk hæstu einkunn (12) í tölfræðiprófinu :-)
- Skólinn byrjar á mánudaginn en ekki 1.feb eins og ég hélt :-(
- Heimsóknin til tannlæknisins í dag kostaði 1900 dkr!!! :-(
- Ætlaði að henda út öllum fötum sem ég passa ekki lengur í en við nánari athugun (mátun) þá passa ég í þau öll aftur :-)
- Á eftir að fara aftur til tannsa í næstu viku fyrir ca. 1000 dkr - hélt að í dag væri síðasta skiptið :-(

Niðurstaða: skítblankur fýlukarl :-( ..með rótarfyllta tönn.

20 janúar 2008

Engar myndir fyrr en allt er tilbúið!!
he he.. eða svona næstum því. Það var eitthvað verið að kvarta í kommentum við síðasta blogg að það vantaði myndir af íbúðinni. Það fer kannski að styttast í þetta.. en Maj-Britt hér eru fullt af myndum af Klaus ef hann er eitthvað að blurrast í minningunni ;)

Svo er hér ein af okkur í julefrokost fyrirtækisins heima hjá Linus. Vildi að ég vissi hvað hann var eiginlega að segja...ég horfi á hann með þvílíkri aðdáun að það hálfa væri nóg ;)



sd

19 janúar 2008

Stúss og aftur stúss..

Janúar er heldur betur tileinkaður íbúðinni í þetta skiptið. Þar sem við fluttum inn um leið og skólinn byrjaði síðasta haust og svo stakk ég af í viku til Mexíkó að dæma tveim dögum seinna, þá var farið beint í að vinna upp skrópið í skólanum þegar ég kom tilbaka í stað þess að koma sér almennilega fyrir.

En nú er frí í skólanum allan janúar.. um síðustu helgi tók ég uppúr síðustu kössunum, magnarinn og dvd spilarinn komust loksins af gólfinu og uppí hillu, í dag verður hengt upp fatahengi frammi á gangi og ég er á fullu að mála kommóðuna hvíta. Svo er aldrei að vita nema baðherbergið verði málað um næstu helgi og að kannski maður kaupi rúllugardínu fyrir svefnherbergisgluggann!! Ég er nú löngu búin að venjast því að sofa með götuljósið úti skínandi í andlitið á mér en vil nú helst ekki strippa mikið meira fyrir gangandi vegfarendur... ;)

Þannig að þetta mjakast allt saman og er að verða bara asskoti huggulegt. Ætli áramótaheitið sé samt ekki að finna hæfilegt borð fyrir espressóvélina - það gæti nú tekið allt árið samt!

Góða helgi..

sd

11 janúar 2008

Pósturinn Páll og kötturinn Njáll..

Ég fékk þetta lag á heilann um daginn og losna ekkert við það - versta er að ég man bara þessa einu setningu þannig að þetta er hálf þreytandi. Svo er ég svo mikið að reyna að muna hvaða leikari það var sem las inná þessa þætti þegar ég var krakki - var það kannski Bessi Bjarna?? Nei mér finnst eins og röddin hans hafi verið aðeins kvenlegri.. pósturinn Páll var nú svoddan pjattrófa er það ekki?

Aðal ástæðan fyrir þessum pælingum er að ég tók að mér smá afleysingastörf í póstdreifingu núna í janúar fyrst það er frí í skólanum. Þetta er nú ekkert sjúklega skemmtilegt en maður lætur sig hafa það. Þetta eru yfirleitt ekki nema 4-5 tímar á dag en ágætis púl. Þvílíka tröppuþrekið í þessum 5 hæða húsum hérna. Ég get alveg lofað ykkur því að ég er þegar búin að hlaupa af mér jólaspikið, það var nú ekki lengi gert!!

Ég ætla nú að reyna að finna mér eitthverja skemmtilegri vinnu með skólanum þegar hann byrjar en þessi vinna var auðveld að hlaupa inní strax eftir áramótin. Danir eru nú ekki þekktir að afgreiða atvinnuumsóknir á undir 3 vikum þannig að ég vildi ekki eyða öllum janúar í að bíða eftir einhverju svoleiðis.

Janúar dagarnir fara semsagt í þetta.. svo þvælist ég aðeins á netinu í frekari atvinnuleit og algjörlega óþörfum blogglestri hjá bláókunnugu fólki.. svo er ég farin að sinna baðherberginu aðeins aftur. Ég stekk þar inn þegar ég er í stuði til og pússa eina og eina flís en eins og þið vitið að þá er ég komin með krónískt ofnæmi fyrir þessu baðherbergi síðan ég eyddi heilli viku í að skrapa málninguna af flísunum þarna einhvern tímann í haust - kannski að þetta klárist fyrir páska! ;)

Annað er nú ekki meira að frétta héðan úr rigningarbælinu. Bara týpískur rólegheita janúar. Fyrir nákvæmlega ári síðan sóluðum við okkur í Kosta Ríka, þömbuðum Bloody Mary og Piña Colada og fengum að tína kaffiber af trjánum á La Minita kaffibúgarðinum... ég læt mig bara dreyma í þetta skiptið ;)

Góða helgi mín kæru..

sd

04 janúar 2008

Gleðilegt nýtt ár!

Já svei mér þá, barasta komið 2008! Alveg hreint ótrúlegt. En mér lýst bara vel á það. Árið 2007 var nú samt nokkuð gott. Sló persónulegt met í að ferðast á kostnað annarra og í að búa inná öðrum með alla búslóðina í geymslu út í bæ.

Svo ég útskýri nú betur þá var mikið um ferðalög þar sem ég var að dæma á kaffibarþjónamótum og ferðast með Klaus í boði hinna og þessara kaffifyrirtækja. Byrjuðum t.d. árið í Costa Rica að heimsækja La Minita kaffibúgarðinn sem var sko algjört æði! Svo var ég að dæma í Eistlandi, Þýskalandi og á Íslandi. Stuttu eftir Íslandsferðina fórum við í smá vinnuferð til Barcelona. Mikið var æðislegt að koma þangað aftur, fannst samt hálf skrítið að ég hafði einhvern tímann búið þar. Svo kom smá pása með vorinu hjá mér enda nauðsynlegt að sinna skólanum aðeins ;). Klaus þvældist um Kenýa, S-Afríku og USA á meðan. Svo fór hann aftur til S-Afríku júlí og ég fékk að fara með!! Í byrjun ágúst fórum við til Japan á heimsmeistaramót kaffibarþjóna. Ég dæmdi á mótinu og Klaus rölti um svæðið sem fráfarandi heimsmeistari og lét taka af sér myndir ;). Eftir mótið héldum við svo nokkur námskeið í Tokyo og Kobe með smá túrsitastoppi í Kyoto. Þessi ferð var alveg meiriháttar en það versta við þessar kaffiferðir er að það er lítill tími til að skoða sig almennilega um. Hefði líka alveg getað eytt meiri tíma í S-Afríku enda alveg hrikalega fallegt þar.

Stuttu eftir heimkomu frá Japan fór ég í kærkomið 2ja vikna frí til Íslands og leyfði Klaus að mála nýkeyptu íbúðina okkar sem við fengum óvænt afhenta tveim vikum fyrr enn áætlað var, daginn áður en ég flaug til Íslands.. ehemm... Náði að hitta alveg ótrúlega marga og ekki alveg á jafnmiklum hlaupum eins og svo oft í styttri heimsóknum. Svo kom ég heim í nokkra daga, við náðum að flytja og ég að mæta í örfáa tíma skólanum áður en ég fór til Mexíkó City að dæma á landsmótinu þar. En eftir þá ferð hef ég svei mér þá bara náð að vera að mestu heima hjá mér og reynt að sinna skólanum aðeins betur enn í fyrra - það sést líka aðeins á einkunnunum he he..

Jólafríið á Íslandi var alveg yndislegt. Hvít jól og endalaust mikið af góðum mat skemmtilegum félagsskap, sökkti mér gjörsamlega í sörudallana hennar mömmu! Komst svo hingað til Köben á næstsíðasta degi ársins þrátt fyrir skapmikla veðurguði og átti fín áramót hér. Saknaði nú samt purusteikarinnar hans pabba hrikalega mikið!!

Og nú er kominn 4.janúar sem þýðir að tvær frænkur mínar eiga afmæli í dag - og þær eru nöfnur í þokkabót. Guðný Ósk (systurdóttir mín) er 13 ára og Guðný Jóhannesar (erum bræðradætur) er .. tja.. á besta eldri er það ekki?? ;) Innilegar hamingjuóskir til ykkar beggja elskurnar mínar!!

Þrátt fyrir mörg meiriháttar ferðalög á þessu nýliðna ári þá held ég samt að hápunkturinn hafi verið að komast í varanlegt húsnæði eftir talsverðan þvæling. Það fór nú samt ofsalega vel um okkur hjá Mie þessa rúmu fjóra mánuði sem við vorum hjá henni og krökkunum og hún var voða fegin að hafa okkur á meðan Rasmus var í burtu. Við fluttum svo út í sömu viku og hann kom heim eftir sex mánuði í Afganistan.

Á þessu ári hlakka ég því mest til að klára að koma mér almennilega fyrir hér í litlu holunni okkar og gera hana fína.

ta ta,
sd